Örvitinn

Kryddþátturinn í gærkvöldi

lakshmiMikið var heimildarmyndin um krydd, Matur um víða veröld - Kryddleiðirnar, sem Ríkissjónvarpið sýndi í gærkvöldi áhugaverð. Kryddverslun Hollendinga var afskaplega fróðleg, menn hikuðu ekki við að slátra þjóðarbrotum til að græða meira á kryddi!

Verð dálítið sorgmæddur að horfa á úrvalið á erlendum matarmörkuðum og bera saman við grænmetið í Hagkaup eða Bónus. Við búum á skeri.

Ég hef líka ákveðnar efasemdir um að dökkhærða mittislausa ofurskutlan Padma Lakshmi geti verið mikill matgæðingur! Hvernig getur fólk flakkað um heiminn til að fjalla um mat en samt litið svona út? :-)

Ríkissjónvarpið sýnir vonandi fleiri þætti af Planet food

matur sjónvarp
Athugasemdir

Guðmundur - 03/09/09 14:48 #

Fólk þarf ekki að vera spikfeitt þótt að því finnist matur góður ;-) Bara spurning um að hreyfa sig og brenna meira en maður innbyrðir. Þannig það er góður möguleiki á að fólk geti litið vel út ... þótt það borði mat :-D

Matti - 03/09/09 14:58 #

Það er nú hægt að fara milliveginn. Þetta er bara ekki sanngjarnt :-)

Eggert - 03/09/09 15:04 #

Ég held bara að öll þessi krydd hljóti að hafa laxerandi áhrif á frk. Lakshmi.

Guðsteinn Haukur - 03/09/09 15:17 #

Hvaða rugl Matti, holdafar hefur lítið með hæfileika í eldhúsinu að gera. Mér sýnist einnig samkvæmt heimasíðu hennar að hún er eins og ég og þú, áhugakokkar.

Ég er til dæmis eins og hún greyið, grindhoraður. ;) Sjáðu til dæmis Gary Rhodes ..., hann er margverðlaunaður (Michelin) og grindhoraður. Sumt er bara óréttlátt og annað ekki, því fáum við ekki breytt.

Guðmundur - 03/09/09 15:24 #

Mér dettur reyndar í hug máltæki sem ég heyrði einu sinni: " Never trust a skinny cook" ;-)

Arnold - 03/09/09 17:10 #

Hún er grönn vegna þess að hún er matsmakkari, hún bragðar og spýtir alveg eins og vínsmakkari.

Matti - 04/09/09 09:54 #

Úff!

Mummi - 04/09/09 11:27 #

Uss, þetta er alltof edituð auglýsing. Þarna er sveittur burger sem bókstaflega drýpur af, það er svo mikið af fitu og svita á honum - og hún tekur chunky bita af kvikindinu án þess að dropi fari á andlitið á henni. Auglýsingunni til tekna sullar hún þó yfir sig alla.

Ég get sjálfur varla bitið í gulrót án þess að vera skítugur út á kinn.

En þetta var samt fallegur hamborgari.