Örvitinn

Helgi Hó og skíthælarnir

Ráðuneytisstjóri í Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu var á þessum tíma Baldur Möller, skákmeistari, húmoristi og mannvinur. Pabbi og Baldur fundu lausn á málinu, sem fólst í því að ráðuneytið gæfi út yfirlýsingu svohljóðandi: „Dóms- og kirkjumálaráðuneytið staðfestir hér með að Helgi Hóseasson hefur tilkynnt ráðuneytinu að hann hafi fyrir sitt leyti rift skírnarsáttmála sínum.“

Lagalegt fordæmisgildi slíkrar yfirlýsingar var að sjálfsögðu ekkert, enda ekki hægt að rifta samningum einhliða. Ráðuneytið var ekki að staðfesta riftun. Þetta var hins vegar lausn, sem Helgi var sáttur við.

Þá brá svo við að Biskupsstofa, fyrir hönd Þjóðkirkjunnar, setti sig upp á móti þessari einföldu lausn, sem hefði róað mann, sem sannarlega taldi sig beittan ranglæti. Pólitísk yfirstjórn ráðuneytisins vildi ekki ganga gegn vilja kirkjunnar í málinu og því neyddist Helgi til að mótmæla til dauðadags. #

Ótal einstaklingar hefðu getað leyst úr málum Helga Hóseassonar en það var enginn vilji hjá neinum að koma til móts við karlinn. Skíthælar á Biskupsstofu höfðu einfaldlega ekki þá manngæsku sem þurfti. Það er alltaf verið að upphefja þetta fólk, lifandi eða látið, en í raun er og var það rotið að innan. Hafði heilagleika en enga manngæsku.

Ég hef stundum haldið því fram að það eina sem þurfti var vilji og gæska. Ef eitthvað af þessu liði hefði haft vott af öðru hvoru hefði það útbúið skjal og klárað málið en það vildi það ekki, bar í staðin fyrir sig bókstafnum og regluverkinu.

Ýmislegt
Athugasemdir