Örvitinn

Lífsaugað

"Þú þarft að passa sykur, þú þarft að passa mataræðið" segir Þórhallur miðill við akfeita konu. Þetta eru víst skilaboð frá gömlu konunni.

Snilld.

Ég er semsagt að horfa á þáttinn í plús.

Hvenær ætli hinir framliðnu segi fólki fréttir, eitthvað sem það veit ekki? "Heyrðu, hann segir að hausverkurinn sem hefur hrjáð þig síðustu vikur sé illkynja krabbamein. Hann hlakkar að sjá þig eftir þrjár vikur".

efahyggja sjónvarp
Athugasemdir

Jón Frímann - 20/09/09 22:41 #

Þetta bull á Skjá Einum er auðvitað ekkert nema kaldur lestur, eins og þú veist vel. Það á að dæma þennan svikara, eins og aðra svikara.

Matti - 20/09/09 23:37 #

Málið með Þórhall er að hann kann ekki einu sinni háttlestur. Hann er bara á fullu í ágiskunum og bulli.

Sævar Helgi - 21/09/09 10:38 #

Hann er svo lélegur í þessu að það hálfa væri nóg. "Hver á kúrekahatt?" spurði hann einu sinni. Kona svaraði, "bróðir minn." Svo spunnust einhverjar umræður þar sem Þórhallur spurði konuna út í kúrekahattinn. Henni fannst þetta ótrúlegt eftir þáttinn, jafnvel þótt hinn dauði hafi ekki getað bent Þórhalli á hvaða kona það væri sem hann vildi komast í samband við. "Hver tengist Ameríku?" spurði hann. "Ég bý í Ameríku," svaraði konan. Ótrúlegt að dauði maðurinn skyldi ekki bara getað sagt honum að hún byggi í Ameríku og væri gift bandarískum manni.

En eftir þáttinn var spjallað við hana, þá kom í ljós að þessi kúrekahattur var áritaður af Roy Rogerst. Mér hefði þótt merkilegt hefði Þórhallur náð að giska á það.

Þetta var alveg sorglega lélegt. Í auglýsingunni fyrir þættina segir Þórhallur að miðillinn sjái með þriðja auganu og heyri með dulheyrninni. Hann hlýtur þá að vera blindur og heyrnarlaus því hann er alveg ótrúlega lélegur í þessu.

Matti - 21/09/09 10:39 #

Ef Þórhallur hefur rætt eitthvað við þessa konu fyrir þáttinn hefur bandaríski hreimurinn varla farið framhjá honum.

Sævar Helgi - 21/09/09 11:14 #

Þá hefði einmitt verið miklu flottara að segja: Þú býrð í Ameríku, jafnvel segja ríki og borg í leiðinni. Sýnir kannski bara hversu dapur hann er.

Mummi - 21/09/09 11:29 #

Það hvað Þórhallur er lélegur í þessu segir mér að hann haldi í alvörunni að hann sé skyggn.

Það hreinlega getur ekki verið að nokkur maður, sem leggur eitthvað á sig til að læra forlestur og háttlestur, sé svona lélegur í því.

Matti - 21/09/09 11:31 #

Ég held einnig að hann haldi að hann sé skyggn. Vinir hans og aðdáendur viðhalda þessari trú svo sem skefjalausri aðdáun. Ef hann ætti örlítið gáfaðri vini (en Þorgrím Þráinsson) eru allar líkur á að maðurinn væri löngu búinn að fatta að þetta er bull.

jónína - 13/11/09 18:43 #

Jón Frímann, Sævar Helgi, Mummi, Matti og fleiri efasemdarmenn ! Þetta er ekki svaravert einu sinni. En í alvöru þá vorkenni ég ykkur, því þið vitið ekkert í ykkar haus !

Matti - 13/11/09 18:51 #

Jónína, þakka þér fyrir þitt innlegg.

Fræddu okkur endilega um málið.

jonina - 13/11/09 19:28 #

Með fullri virðingu fyrir þér, þá vil ég það ekki.Það er ekki hægt. Þið hafið ykkar efasemdir og ég get ekki breytt því, alveg sama hvað ég segi. Og ég verð að virða ykkar efasemdir. Og ég vona að þú takir það ekki illa upp þó ég segist vorkenna ykkur, því þið farið svo mikils á mis. Fyrirgefðu að ég skyldi vera svona harðorð, það var ekki illa meint.En samt ef fólk vill og hefur gaman af því að fara á fund með Þórhalli, þá kemur okkur það ekki við. Sammála og enga neikvæðni.

jonina - 13/11/09 19:33 #

Með fullri virðingu fyrir þér, þá vil ég það ekki.Það er ekki hægt. Þið hafið ykkar efasemdir og ég get ekki breytt því, alveg sama hvað ég segi. Og ég verð að virða ykkar efasemdir. Og ég vona að þú takir það ekki illa upp þó ég segist vorkenna ykkur, því þið farið svo mikils á mis. Fyrirgefðu að ég skyldi vera svona harðorð, það var ekki illa meint.En samt ef fólk vill og hefur gaman af því að fara á fund með Þórhalli, þá kemur okkur það ekki við. Sammála og enga neikvæðni.

Matti - 13/11/09 19:36 #

Ef Þórhallur heldur því fram að hann geti talað við látið fólk, þá kemur það okkur öllum við. Sérstaklega þegar fólk greiðir honum peninga fyrir þá "þjónustu".

Ef Þórhallur væri að selja fólki á fölskum forsendum eitthvað drasl sem við vitum að virkar ekki, þá myndum við gagnrýna hann. Hann yrði jafnvel kærður til lögreglu fyrir að svíkja fólk.

Þórhallur er að selja fólki drasl sem við vitum að virkar ekki.

jonina - 13/11/09 19:51 #

Ég get alveg sagt þér það að ég hef farið til þórhalls, en ég hef ekki greitt honum peninga fyrir. Og svo er það annað. EF við greiðum Þórhalli fyrir( DRASL SEM VIRKAR EKKI ) eins og þú orðar það, þá er það vegna þess að fólk velur það sjálft og eins og þú veist höfum við öll frjálsan vilja. Við berum sjálf ábyrgð á lífi okkar og veljum og höfnum eins og við viljum.Og jafnvel þó fólk kannski hugsi, þetta er nú bara vitleysa.En samt fer það, hversvegna ? Og : Hvernig veistu að þetta virkar EKKI ? Hefur þú sjálfur prófað persónulega að fara á einkafund með Þórhalli --- eða þorirðu ekki að fara !

Matti - 13/11/09 20:02 #

Ég get alveg sagt þér það að ég hef farið til þórhalls, en ég hef ekki greitt honum peninga fyrir.

Þú veist jafn vel og ég að Þórhallur er atvinnumiðill.

Hvernig veistu að þetta virkar EKKI ?

Vegna þess að ég þekki aðferðirnar sem Þórhallur notar og fylgist með honum. Hann er loddari.

Hefur þú sjálfur prófað persónulega að fara á einkafund með Þórhalli --- eða þorirðu ekki að fara !

Ég hef aldrei hoppað af háhýsi en veit samt að það er ekki gáfulegt.

Fólk er vissulega frjálst. Þess vegna er mér og öðrum frjálst að gagnrýna Þórhall, alveg eins og þér og öðrum er frjálst að láta hann plata ykkur.

Arngrímur - 13/11/09 20:05 #

Mér finnast rök Jónínu allteins geta átt við um bankahrunið. Menn fjárfestu í sjálfum sér með veð í sjálfum sér til þess að auka eigið verðgildi, uns alltsaman hrundi. En það var auðvitað bara þeirra val!

Það er ólögmætt að svíkja þjónustu. Það er því ekki bara val fólks að vera svikið af miðlum og það kemur okkur öllum svo sannarlega við.

Hvort Þórhallur sjálfur er svikahrappur er annað mál. En sönnunarbyrðin er ávallt hans megin, ekki okkar sem efumst.

jonina - 13/11/09 20:22 #

Ég get alveg sagt þér það að ég hef farið til þórhalls, en ég hef ekki greitt honum peninga fyrir. Og svo er það annað. EF við greiðum Þórhalli fyrir( DRASL SEM VIRKAR EKKI ) eins og þú orðar það, þá er það vegna þess að fólk velur það sjálft og eins og þú veist höfum við öll frjálsan vilja. Við berum sjálf ábyrgð á lífi okkar og veljum og höfnum eins og við viljum.Og jafnvel þó fólk kannski hugsi, þetta er nú bara vitleysa.En samt fer það, hversvegna ? Og : Hvernig veistu að þetta virkar EKKI ? Hefur þú sjálfur prófað persónulega að fara á einkafund með Þórhalli --- eða þorirðu ekki að fara !

Matti - 13/11/09 21:01 #

Fyrirgefðu, skrifaðir þú ekki sömu athugasemd hér fyrir ofan?