Örvitinn

Fullkomlega

Fyllti út alltof langa viðhorfskönnun Gallup um morgunkorn, internetnotkun og fleira. Meðal þess sem spurt var um var eftirfarandi.

fullkomlega.png

Mér finnst undarlegt að bæta orðinu "fullkomlega" við fyrstu spurninguna. Hver er fullkomlega ánægður? Ég er ansi ánægður, meira að segja töluvert ánægður miðað við ástandið. Fullkomlega? Ég veit ekki.

Þetta eina orð mun væntanlega hafa töluvert um niðurstöðuna að segja hvað þetta varðar.

Ýmislegt
Athugasemdir

Solveig - 21/09/09 16:43 #

Eins þetta "algerlega" í hvernig manni tekst til í lífinu. Eitthvað svo svart-hvítt dæmi. Finnst líka undarleg setningin: "Maður á að fela fáum einstaklingum ábyrgðina frekar en að gera öllum til hæfis." Sé ekki samhengi.

Matti - 21/09/09 18:29 #

Ef allar spurningar væru með þessu sniði:

  • Mér gengur nákvæmlega ekki neitt að safna peningum
  • Það er skemmtilegast gaman að taka áhættu
  • Ég eyði alltaf peningum umhugsunarlaust