Örvitinn

Lán frá Noregi

Það hefur legið fyrir síðasta ár að norski framsóknarflokkurinn vill lána íslendingum. Það hefur einnig verið alveg ljóst að hinir stjórnarflokkarnir hafa ekki verið á því að lána okkur nema við færum eftir skilyrðum AGS.

Það er því engin frétt að þessi tiltekni norski stjórnmálaflokkur vilji lána okkur, Höskuldur Þórhallsson var ekki að segja neitt nýtt. Spurningin er hvað norsk stjórnvöld vilja gera, hvað hinir stjórnarflokkarnir segja.

Þar til það kemur í ljós er þetta ekki frétt. Minnir helst á rússalánið sem aldrei varð.

Ég er ekkert sérlega vongóður.

pólitík
Athugasemdir

Lissy - 30/09/09 22:29 #

Norway does want to loan Iceland the money, I think, and Icesave and AGS really is not the issue. I think Norway is wanting Iceland to join sort of a anti-ESB, with probably Greenland, to establish a zone of exclusive rights over the North Atlantic. Probably not everyone in Norway, of course, but I got the impression that they are withholding the loan for a reason, and that reason is not the one they are stating. They have, pardon the pun, bigger fish to fry.

Matti - 30/09/09 22:32 #

Ég bætti inn vísun sem ég sá hjá Óla Gneista.

Norðmenn hafa alveg örugglega ekki verið á því að lána okkur hingað til. Kannski hefur þeim snúist hugur.

Samt dálítið kjánalegt að stilla þessu upp eins og íslendingar þurfi bara að biðja um lán eins og fram hefur komið síðustu daga. Við höfum beðið norðmenn um lán. Þeir sögðu nei (eða bíðið eftir AGS).

Örn - 01/10/09 11:53 #

Ég sá þetta í fréttum í gærkvöldi og sagði minni norsku konu frá þessu, að Per Olaf Lundteigen, þingmaður Miðflokksins, væri að röfla um þetta í íslenskum fjölmiðlum. Hún hristi bara höfuðið og spurði "ha, og tók einhver mark á honum?" Sem betur fer gat ég svarað að það væru ekki margir sem tryðu þessu.

Matti - 01/10/09 12:17 #

Það er náttúrulega óþolandi að fjölmiðlar geti ekki eytt fimmtán mínútum í að tékka á hvort eitthvað sé á bak við svona yfirlýsingar.

-DJ- - 01/10/09 23:40 #

Rússalánið var afþakkað er það ekki? Dabbi var örugglega búinn að semja um það á sínum tíma áður en honum var sagt að vera úti.

Miklu betra að semja við AGS, þar eru nefnilega menn með hvíta kúrekahatta.

Matti - 02/10/09 09:20 #

Já, merkileg athugasemd.