Örvitinn

Lífsaugað

Mikið svakalega er Þórhallur lélegur miðill. Ég skil ekki að til sé fólk sem trúir því að hann hafi einhverja yfirnáttúrulega hæfileika. Hann hefur ekki einu sinni hæfileika til að feika þetta almennilega.

sjónvarp
Athugasemdir

Gunnar J Briem - 04/10/09 23:05 #

Fyrir svona 15 árum, þegar ég lagði mig fram um að hafa "opinn huga", þá dró ég tvo skeptíska vini mína á skyggnilýsingu hjá Þórhalli. Mér þótti magnað í 200 manna sal að spyrja hvort einhver ætti í vandræðum með bílinn, og hvort einhver ætti hund. Best þótti mér þegar Þórhallur náði góðri tengingu fyrir vin minn sem var algjör skeptic. Vinur minn játti öllu sem Þórhallur sagði, og þá náttúrulega hélt Þórhallur áfram dágóða stund, með tóma vitleysu um vin minn.

Þessi skyggnilýsing hjálpaði mér að loka huganum nægilega mikið til að heilinn dytti ekki út. Þannig að Þórhallur gerir a.m.k. eitthvað gagn. :-)

Matti - 05/10/09 09:16 #

Það er samt fyndið að þeir sem eru með enn opnari huga en þú láta sér ekki segjast þó þeir sjái mann eins og Þórhall. Samþykkja jafnvel að Þórhallur sé feik en "aðrir" miðlar eru alvöru :-)