Á maður að níðast?
Hvað segið þið, ætti ég að setja skipta myndinni minni út fyrir aðra í þessari moggabloggfærslu þar sem myndin mín er ekki bara notuð heldur er vísað á hana beint af vefþjóninum mínum? Hafið þið einhverjar hugmyndir, ég er svo djöfull andlaus. Gæti sett inn saklausa auglýsingu eða einhvern sora - en er ekki í skapi til að vera andstyggilegur í dag :-)
Björn Friðgeir - 12/10/09 11:17 #
Settu bara inn einhverja flotta landslagsmynd :) Þá tekur hún eftir þessu án þess að verða of reið og kenna þér um það sem er henni að kenna.
Arnar - 12/10/09 11:18 #
Þessi er svoldið skemmtileg: http://www.spygun.com/wp-content/uploads/2008/07/puke.jpg
Ásgeir - 12/10/09 11:20 #
Ég legg til Tubgirl eða Goatse.cx.
Einar K. - 12/10/09 11:28 #
Væri ekki helber snilld að þú settir þessa fínu mynd af þér í staðinn: http://www.gmaki.com/myndir/2008/08/DSC_5161.html
Það er eitthvað skemmtilega súrt við það að mynd af Matthíasi Ágeirssyni sé i miðri bloggfærslu húsmóður um saltkjöt og baunir og vindmælinn undir Hafnarfjalli. Auk þess sem að þetta er statement af þinni hálfu. ;)
Arnar - 12/10/09 11:32 #
Þú ert alltof góður Matti, hvar er þessi níðingur sem allir (prestar) eru að tala um?
-DJ- - 12/10/09 13:54 #
Þetta bíður auðvitað upp á endalausa möguleika.
Ég mæli með þessari: http://www.family.is/img/sigein1.jpg
-DJ- - 12/10/09 14:01 #
Snilld :)
Jóhannes Proppé - 12/10/09 14:09 #
Vá hvað það væri hægt að snúa þessu upp í mikla vitleysu...
Einar K. - 12/10/09 14:23 #
Hahahaha! Þetta er glæsilegt. :)
-DJ- - 12/10/09 14:28 #
Nú er gamanið búið sýnist mér.
Anna Einarsdóttir - 12/10/09 14:39 #
Var þér svolítið sárt um kjötsúpumyndina ? :-) Verð að viðurkenna að það er svolítið óþægilegt að fá svona andlit á skjáinn. Takk samt, fyrir að hafa það ekki neitt verra.
-DJ- - 12/10/09 14:41 #
Svo hefur þú sjálf sett inn aðra mynd af Matta eða hvað Anna? Grunaði alltaf að hann reykti í laumi.
Anna Einarsdóttir - 12/10/09 14:45 #
Já, mér fannst þessi betri.
GH - 12/10/09 19:38 #
Hahahaha, þetta er hrikalega fyndið! Ég man vel eftir þessari saltkjöts-og-baunamynd hjá þér á sínum tíma og finnst hún ógurlega falleg og girnileg, skil svo sem "þjófinn".
hildigunnur - 13/10/09 00:02 #
hahaha, þetta er tóm snilld. Made my day :D