Örvitinn

Drukkinn prestur í hópkynlífi

ritskoðað

kristni
Athugasemdir

Kristján Atli - 14/10/09 16:46 #

Getið þið ekki krafist þess að hún komi með sannanir fyrir máli sínu? Annars myndi ég halda að þetta sé ágætis tilefni í lögsókn fyir meiðyrði.

eir - 14/10/09 16:47 #

Þessi fyrirsögn væri betri í hástöfum með upphrópunarmerki: DRUKKINN PRESTUR Í HÓPKYNLÍFI!

Arnar - 14/10/09 17:00 #

Matti gleymdi líka að setja nafnið sitt fyrir framan..

Matti - 14/10/09 17:34 #

Eir, þetta er svo sannarlega slík fyrirsögn. Ég vil meina að hún hafi verið skrifuð í anda meistarans! ;-)

Kristján Atli, mér er illa við að hóa fólki málsóknum. Það verður fróðlegt að sjá hvort presturinn leiðréttir þessar rangfærslur. Það er ekki þeirra stíll.

Annars ritskoðaði ég þessa færslu. Nenni ekki að fást við viðbrögð þeirra sem höndla ekki skrif af þessu tagi.

Arngrímur Vídalín - 14/10/09 18:34 #

„Æi kommon, ef við sótthreinsum bloggið þá drepst það um leið eða fær a.m.k. ofnæmi!“ - Matthías Ásgeirsson, 8. okt. 2009 #

:-)

Matti - 14/10/09 18:41 #

Já ég veit :-) Ég er líka brjálaður út í sjálfan mig fyrir þessa ritskoðun!

Halldór E. - 14/10/09 18:46 #

Ég verð að segja að mér finnast viðbrögð ykkar Vantrúarmanna fremur óheppileg við þessari færslu Guðrúnar. Það er augljóst að það eru engir PR-menn í vinnu hjá ykkur.

Viðbrögðin gefa kirkjufólki tækifæri til að hneykslast og skammast yfir orðfærinu og barnaskapnum, í stað þess að taka afstöðu til þess sem Guðrún heldur fram.

Þannig er auðvelt að benda á að skv. Hagstofunni eru 10% íslendinga utan skráðra viðurkenndra trúfélaga, ekki 2,5% eins og hún heldur fram. Eins er auðvelt að benda á að Vantrú hefur reglur um hvernig staðið er að aðstoð við breytingu á trúfélagaskráningu. Þá er hægt að minna á að meirihluti skráninga í þjóðkirkjuna fer fram án alsgáðs samþykkis viðkomandi.

Sú aðferð að öskra og æpa gerir þeim einum gagn sem vill viðhalda ríkjandi ástandi. Essasú!

Matti - 14/10/09 18:51 #

Bíddu, er ég ekki búinn að ritskoða færsluna?

Það hefur ekkert að segja þó við svörum eins og þú leggur til (en við ætlum samt að gera það á Vantrú í fyrramálið). Ég meina, eru þetta nýjar fréttir - eitthvað sem ekki hefur komið fram áður?

Nei, við erum að fást við maskínu sem endurtekur ósannindi trekk í trekk í trekk.

Þetta er einfaldlega ekki sanngjarn "slagur" því við í Vantrú reynum þó að leggja okkur fram um að segja satt.

Þórður Ingvarsson - 14/10/09 18:55 #

Afstaða gagnvart þessu verður tekin á Vantrú. Það sem einstakir félagsmenn segja - þar á meðal ég - er einfaldlega viðbrögð við rætinni lygi.

Auðvitað hneykslast maður og ástæðan er ögn dýpri en sú að hún hafi "heyrt þetta" og haldi þessu svo fram.

Halldór E. - 14/10/09 19:09 #

Matti, það er rétt. Ég er að skrifa viðbrögð við færslu sem ég hef aldrei séð. Ég átta mig líka vel á að pirringurinn er dýpri en þessi staka færsla Guðrúnar.

Hins vegar hef ég líka séð viðbrögð kirkjunnar fólks og hvernig ofsafenginn viðbrögð ykkar eru notuð til að réttlæta bloggfærsluna sem þið gagnrýnið. Ef ykkur finnst það rökleysa sem bítur í skottið á sér, já, þá er það vissulega rétt. En röksemdafærsla sem leiðir í hring, er ekki vandamál fyrir sum okkar.

Matti - 14/10/09 19:14 #

hvernig ofsafenginn viðbrögð ykkar eru notuð til að réttlæta bloggfærsluna sem þið gagnrýnið

Hvernig í ósköpunum virkar sá þankagangur? Sko, þeir urðu alveg brjálaðir útaf því við lugum um þá - þeir eru augljóslega öfgamenn? :-|

Matti - 14/10/09 19:25 #

En fyrst þú last ekki færsluna og hefur sennilega bara heyrt prestaútgáfuna af henni (sem er þá væntanlega lygi) - þá var þetta skopstæling á "ég hef heyrt" dylgjustíl prestsins, en þó með þeim mun að ég tók fram að dylgjurnar væru ekki sannar.

Óli Gneisti - 14/10/09 20:11 #

Það er svoltið erfitt að fást við fólk sem er á því áliti að lygar fyrir guð séu ekki alvöru lygar.

Matti - 14/10/09 20:27 #

Guðrún hefur bætt þessu við færsluna sína:

Þessi bloggfærsla hefur vakið athygli Vantrúarmanna og þeir hafa brugðist við á sínum bloggum en ummæli af því tagi sem þeir nota þar dæma sig sjálf.

Dregur hún dylgjurnar til baka? Neibb.

Þórður Ingvarsson - 14/10/09 20:34 #

Þetta væri ótrúlegt ef ekki væri fyrir athugasemd Halldórs:

Hins vegar hef ég líka séð viðbrögð kirkjunnar fólks og hvernig ofsafenginn viðbrögð ykkar eru notuð til að réttlæta bloggfærsluna sem þið gagnrýnið. Ef ykkur finnst það rökleysa sem bítur í skottið á sér, já, þá er það vissulega rétt. En röksemdafærsla sem leiðir í hring, er ekki vandamál fyrir sum okkar

Óli Gneisti - 14/10/09 20:40 #

Það er heppilegt að markmið okkar er ekki að ganga í augun á ríkiskirkjufólkinu.

Matti - 14/10/09 20:46 #

Neinei, en vissulega var þetta ekki sniðugt eða taktískt hjá mér, annars hefði ég ekki tekið færsluna út. Vandamál mitt er að ég er afar misskilinn húmoristi!

Matti - 14/10/09 20:58 #

Nú hefur hún uppfært færsluna og fjarlægt dylgjurnar.

Þessi bloggfærsla hefur vakið hörð viðbrögð. Setningar í færslunni buðu upp á oftúlkun og harma ég það. Hugmyndin með þeim var að leita svara, skapa umræður og biðja um útskýringar en ekki að segja sögur. Ég hef því tekið þessar setningar út. Ég vona að fólk virði þetta við mig.

Það buðu engar setningar upp á "oftúlkun". Þessar tilteknu setningar eru ósannar dylgjur.

Matti - 14/10/09 21:01 #

Ég geri orð Guðrúnar að mínum, skrif mín í þessari bloggfærslu sem ég hef ritskoðað voru einmitt bara til að "leita svara, skapa umræður og biðja um útskýringar en ekki til að segja sögur" :-)

Munurinn er helst sá að það er hægt að eiga umræður á mínu bloggi, ekki hennar!

Kristján Hrannar - 14/10/09 21:36 #

Hvað skrifaði hún?

Matti - 14/10/09 21:38 #

Hún fjarlægði þetta:

Heyrst hefur af Vantrúarfólki með eyðublöð á öldurhúsum borgarinnar og á lóð Háskóla Íslands. Ef það er satt að fyllt sé út í eyðublað fyrir ölvað fólk sem síðan skrifar undir, þá verð ég að segja að siðferði Vantrúarfólks er ekki upp á marga fiska og spurning hvort raunverulega sé hægt að taka mark á þeim pappírum.

Þetta er náttúrulega bölvuð lygi. Við höfum aldrei aðstoðað drukkið fólk við að leiðrétta trúfélagsskráningu. Reyndar er rétt að vantrúarfólk hefur verið á lóð Háskóla Íslands.

Ak - 14/10/09 21:47 #

Mér þykir leiðinlegt að hafa komið seint til leiks, en ég væri til í að sjá hina upphaflegu færslu. Og varla leita ég til Guddu.

En hvert þá Matti, HVERT ÞÁ?

Halldór E. - 14/10/09 23:10 #

Ég ætti nú líklega að halda mér annars staðar en á þessum slóðum. Mér finnst hins vegar mikilvægt að útskýra hvernig röksemdafærsla sem leiðir í hring lítur út:

  1. Heyrst hefur að Vantrúarseggir séu siðlausir því þeir plata fólk til að segja sig úr þjóðkirkjunni.
  2. Vantrúarseggir mótmæla ásökununum með dónalegu orðalagi, sem er bæði særandi og ljótt.
  3. Vantrúarseggir eru særandi og segja ljótt og eru þess vegna siðlausir.
  4. Af því að Vantrúarseggir eru siðlausir, hljóta þeir að plata fólk til að segja sig úr þjóðkirkjunni.
  5. Upphaflega fullyrðingin var rétt.

Eins og sjá má er þetta skotheld niðurstaða.

Matti - 14/10/09 23:18 #

Hvaða vitleysa, þú ert ávallt velkominn. Varla ertu hræddur um að einhverjir líti þig hornauga fyrir það að eitt að tjá þig hér?

Svo það sé alveg fullkomlega 100% á hreinu hefur Vantrú aldrei "platað" nokkra manneskju úr ríkiskirkjunni. Aldrei.

Ég veit að þú veist það en ég vil bara að þetta komi fram.

Getur virkilega verið að til sé fólk sem áttar sig ekki á því að fjölmargir eru skráðir í ríkiskirkjuna af hugsunarleysi og vana? Ég skráði mig ekki úr kirkjunni fyrr en ég var 24 ára og hafði þó verið ákafur trúleysingi lengi. Hafði bara ekki átt erindi í Þjóðskrá.

Þeir sem hafa fengið aðstoð Vantrúar hafa undantekningarlaust tekið okkur fagnandi og sagt svipaða sögu; "ég hef alltaf verið á leiðinni en aldrei komið mér í það".

Ef allir væru skráðir sig úr trúfélagi í dag og þyrftu að hafa fyrir því að skrá sig aftur, með sama fyrirkomulagi og í dag, giska ég á að það myndi fækka dálítið mikið í kirkjunni sem ranglega er kennd við þjóðina.

Matti - 14/10/09 23:25 #

Rosalega er ég samt vonsvikinn vegna þess að enginn hefur haft orð á því hvað sjálfsritskoðunin mín er töff. Mér finnst hún geðveik. Ég hafði meira að segja fyrir því að breyta bendlinum þegar músin er færð yfir myndina.

Halldór E. - 15/10/09 00:10 #

Margir tollheimtumenn og bersyndugir sátu þar með Jesú og lærisveinum hans en margir fylgdu honum. Fræðimenn af flokki farísea, sem sáu að hann samneytti tollheimtumönnum og bersyndugum, sögðu þá við lærisveina hans: „Hann etur með tollheimtumönnum og bersyndugum.“ :-)

Annars er góð regla að fullyrða aldrei með 100% vissu um hegðun hóps. Ég trúi því vel að Vantrú hafi það að stefnu að "plata" engan til að breyta trúarskráningunni sinni, en hvort einhver hafi einhvern tímann gert slíkt "í nafni Vantrúar" er erfitt að útiloka.

Alla vega myndi ég seint þora að fullyrða neitt með 100% vissu um það fólk sem ég hef starfað með, jafnvel þó það séu margt hvert góðir vinir mínir og sanntrúað fólk.

Matti - 15/10/09 00:17 #

Vissulega en ég þarf eitthvað meira en orðróm til að efast. Ef ég heyri frásögn frá fyrstu hendi mun ég verða ósköp svekktur en þangað til er ég 100% viss.

Það eina sem ég hef séð/heyrt hingað til er fólk að tuða yfir vantrúarsinnum sem veitast að þeim og bjóða aðstoð við að leiðrétta trúfélagsskráningu. Nefnilega til fólk (ekki margt) sem lætur það fara óskaplega í taugarnar á sér :-)

Mummi - 15/10/09 08:22 #

Rosalega er sjálfsritskoðunin þín töff Matti. Mér finnst hún geðveik. Þegar ég sá textabendilinn yfir henni hélt ég eitt andartak að þú værir með advanced javascript copy-paste æfingar á síðunni hjá þér :)

Ruddar þurfa líka ást!

Matti - 15/10/09 09:13 #

Æi takk :-)

Freyr - 15/10/09 15:03 #

Ekki veit ég nóg til að geta sagt hvort Vantrúarmenn eru að plata fólk eða ekki, en ég veit það af persónulegri reynslu, og reynslu konu minnar, við vorum bæði plötuð til að fermast af presti þótt við vildum það ekki. Þegar maður er 13 ára vill maður ekki vera sá eini sem réttir ekki upp hönd þegar bekkurinn er spurður hverjir ætla að fermast.

Félagsþrýstingur af verstu gerð.