Örvitinn

Skjár1 í áskrift

Morgunblaðið segir frá því að Skjár1 verði áskriftarstöð í nóvember. Áskrift mun kostar 2200 krónur sem er ekkert mjög mikið, en miklu meira en ekki neitt!

Stóra spurningin er hvort maður eyði þeim pening í Skjá1 eða velji frekar Stöð2? Vissulega er Stöð2 dýrari en þar er sennilega áhugaverðara efni.

Ég gæti trúað því að Skjár1 sé að skjóta af sér fótinn.

fjölmiðlar
Athugasemdir

Hrafnkell - 16/10/09 10:59 #

Eða sleppi því. Er ekki búið að ala upp heila kynslóð neytenda sem búast við því að fá fjölmiðla frítt? Hef trú á því að Fréttablaðið fylgi í kjölfarið - að rukka út á landi var sennilega bara undirbúningur fyrir það skref. Allavega alveg ljóst að það er ekki pláss fyrir margar sjónvarpsstöðvar eða mörg áskriftardagblöð á Íslandi . . .

Hrafnkell - 16/10/09 11:01 #

Vantaði sennilega "fólk" þarna sem annað orð . . .

Helgi Briem - 16/10/09 11:25 #

Ég er búinn að vera að skoða þetta í morgun.

Það eina sem ég virkilega vil ekki missa af er House. Allt annað má flakka. Spurning hvort maður fari bara að downloada eins og krakkarnir.

Það er stutt í það að framleiðsla á hljóð og myndefni í atvinnuskyni leggist af og að tónlist og kvikmyndagerð verði bara dýr hobbý furðufugla.

Brynjar - 16/10/09 11:27 #

Ég held ég geti sagt með þónokkurri vissu að ég komi ekki til með að sakna neins af skjá einum eins og dagskráin er í dag.

Flott samt að halda uppá 10 ára afmæli frístöðvar með gjaldtöku..

Þórir Hrafn - 16/10/09 11:48 #

Hef undanfarið ekki haft aðgang að skjá einum þar sem að það er ekki sjónvarpstengi í íbúðinni og "inni"loftnetið nær bara rúv.

Ég efast um að ég muni nokkurn tímann borga fyrir Skjá einn í framtíðinni. Þó ekki væri nema vegna þess að sú framtíð er mjög líklega mjög stutt.

Matti - 16/10/09 14:02 #

Ég vil gjarnan sjá House og hef einnig gaman að Law & order þáttunum. Man ekki eftir öðru í augnablikinu.

Freyr - 16/10/09 15:26 #

Er ekki CSI á S1 líka? Eru þeir þættir kannski "out"?

Matti - 16/10/09 15:30 #

CSI er á S1 en ég er bara löngu orðinn leiður á þeim þáttum.

Helgi Briem - 16/10/09 15:31 #

CSI og Law and Order eru svo sem allt í lagi, en ekkert sem ég verð að sjá.

Gunnar G - 16/10/09 15:49 #

House, Law & Order, CSI (ekki miami), 30 Rock, Game Tíví eru að mínu mati aðaldagskrárliðirnir. Ég mun þó frekar dánlóda þeim en að borga fyrir þá. Ég vil meina að annað af tvennu þarf að gerast ef skjárEinn verði áskriftarstöð: 1) hún verður rekin í núverandi formi, en áskriftargjaldið verður <1000/mán. 2) hún rukkar 2200, og verður með mun betri dagskrá.

En að öðru tengdu þessu: Hvað þarf að gerast til þess að RúV drullist af auglýsingamarkaði??

Matti - 16/10/09 15:55 #

Bestu rökin gegn því að Rúv hverfi af auglýsingamarkaði hef ég heyrt frá fólki í auglýsingabransanum. Í fyrsta lagi veitir Rúv samkeppni á þeim markaði, án þeirra myndi auglýsingaverð væntanlega hækka töluvert. Auk þess hefur Rúv svo óskaplega mikið áhorf.

Aftur á móti finnst mér allt í lagi að takmarka auglýsingar á Rúv að einhverju marki.

Gunnar G - 16/10/09 16:21 #

Ég varð því miður að vera ósammála þér þarna, Matti. Það má vera að það séu til góð rök fyrir að RÚV sé á auglýsingamarkaði, en að þeir fái forgjöf ofan á það er óverjandi að mínu mati, en kannski er ég einn um þá skoðun.

Ég er alfarið á móti að stofnanir (yfirleitt opinberar) hafi ósanngjarnt forskot á aðrar (yfirleitt prívat).

Þarna er ég að meina að RÚV fær áskriftargjald frá öllum íslendingum yfir 18 ára aldri OG auglýsingatekjur. Stöð tvö fær áskriftargjald frá þeim sem vilja, og auglýsingar. Skjár einn hefur fengið hingað til bara auglýsingatekjur. Þetta þykir mér óréttlátt. Ef ég fengi að velja hvort ég borgaði áskriftargjald til RÚV, myndi ég ekkert hafa á móti auglýsingum þar.

Í raun þykir mér RÚV með jafn ósanngjarna tekjuöflun og Þjóðkirkjan, en það er önnur saga.

Matti - 16/10/09 16:25 #

Þetta eru þau rök sem ég hef frá fólki í auglýsingabransanum.

Ég er alfarið á móti að stofnanir (yfirleitt opinberar) hafi ósanngjarnt forskot á aðrar (yfirleitt prívat).

Þessir prívat aðilar hafa ákveðið forskot með þeim peningum sem þeir hafa fengið afskrifaða síðustu ár. Hvað hefur Stöð2 eiginlega mikla meðgjöf í dag?

Rúv hefur náttúrulega ákveðið hlutverk sem hinar stöðvarnar hafa ekki.

En það er ekki þar með sagt að ég vilji ekki ræða hvort ríkið eigi að reka hér sjónvarpsstöð sem sýnir meðal annars afþreyingarefni fyrir almenning. Bestu rökin fyrir því finnst mér vera þau að einkaaðilar virðast fyrst og fremst hugsa um að mjólka sem allra mestan pening út úr fólki. Ég hef ekki tímt að vera með Stöð2 í mörg ár og hef þó alveg efni á því! Sagði upp enska boltanum um leið og hann fór frá S1 vegna þess að Sýn hækkaði gjaldið upp úr öllu valdi.

Ég myndi í raun segja að síðustu ár sýni okkur að einkaaðilum er ekki treystandi til að reka samkeppnisfyrirtæki - og hef ég þó hingað til talist hægra megin í pólitíkinni.

Gunnar G - 16/10/09 16:35 #

Sýnist við vera sammála að mestu leyti (sbr. 4. málsgrein þína).

það er bara einn hlutur sem böggar mig: að ég skuli borga 17.000 kall á ári til Rúv, og að þeir auglýsi. Það leiðir til þess að hinir (sem ekki eru með ríkisforgjöf) verða að keppa við rúv í auglýsingunum. Ég vil meina að rúv eigi að vera "annað hvort eða" - þ.e.a.s. ókeypis með auglýsingar, eða ríkisstyrkt (ég hallast að seinni kostinum).

Að rúv skuli óbeint drepa skjáeinn finnst mér barasta ekki í lagi, þótt auglýsingasölumenn séu hæstánægðir með að þurfa ekki að borga of mikið fyrir auglýsinguna.

Ég stend við líkingu mína á rúv og þjóðkirkjunni. Ég var spurður um aðild að hvorugu, en borga beint og óbeint í bæði. (þjóðkirkjan er þó ekki með auglýsingatekjur - en það er varla langt í það ?)

Varðandi forgjöf einkaaðilanna í afskriftamálum, er önnur saga og mjög ósanngjörn sem þarf annað blogg til að kommenta við.

Matti - 16/10/09 16:37 #

Jamm, ég skrifa hugsanlega aðra bloggfærslu þar sem ég segi að mér finnist að einkastöðvarnar eigi að fara í gjaldþrot svo hér sé hægt að setja á fót nýjar stöðvar á eðlilegum forsendum. T.d. þar sem ekki er verið að yfirbjóða í enska boltann á þeim forsendum að hægt sé að velta kostnaði á neytendur.

En það er önnur umræða :-)

Gunnar G - 16/10/09 16:45 #

Sammála.
hlakka til að lesa þann pistil, og kommentera á það.

Einar Jón - 20/10/09 04:37 #

Þarf ekki að taka upp sjónvarpsstöðvaskráningu í stíl við trúfélagaskráningu fyrst það er farið að rukka gjöldin inn á sama hátt?

Margir myndu örugglega vilja breyta sinni skráningu - rétt eins og með trúfélögin...