Örvitinn

Hitchens um ást og fleira

Hitchens er oft góður þó hann sé dálítið dónalegur drykkjurútur og full mikill stríðsmangari. Mér finnst þetta ansi gott hjá honum. Sérstaklega varðandi að "okkur" er alveg sama um deisma og pantheisma. Það að fólk trúi á einhvern æðri mátt kemur mér einfaldlega ekkert við.

(via reddit)

efahyggja
Athugasemdir

Lissy - 19/10/09 12:09 #

I have had people criticize my religious beliefs because I "pick and choose" which parts of the Bible I think are interesting or relevant. They say religion is an all or nothing sort of thing. It seems to me though, perhaps one can imagine that Jesus, and other Hebrew profits, knew that in any audience, there are those who will respond to positive reinforcement, and those who will only respond to negative reinforcement. Perhaps we should measure civilization by how much people respond to positive reinforcement. And respond in a productive, meaningful way.

Lissy - 19/10/09 12:10 #

I have been in Iceland too long. Hebrew Prophets, not profits!

Matti - 19/10/09 13:09 #

Það er ekkert athugavert við að fólk vilji það sem því hentar úr trúarkenningum, svo lengi sem það velur vel.

Það er aftur á móti vafasamt þegar fólk tekur það samansafn kenninga/hugmynda og kennir það við þau trúarbrögð.

Þannig að þeir sem segja t.d. að kristin trú snúist um kærleika eru að líta hjá öllu hinu sem kristni gengur út á, nákvæmlega eins og þeir sem segja að samkynhneigð sé fordæmd af kristinni trú velja sína bita en sleppa öðrum.

Ég tel vænlegra að við sleppum trúarbrögðum alveg úr myndinni og reynum að styðjast við þá skynsemi sem fólk notar hvort eð er þegar þegar velur bestu bitana. Ef einhver segir að kærleiksboðorðið sé það sem skiptir máli í Biblíunni er hann um leið að segja að kærleikur skipti miklu máli - en það kemur Biblíunni í raun ekkert við því í þeirri bók er afar margt sem stangast á við þann boðskap.

Þetta var samhengislaus athugasemd.

Haukur - 19/10/09 14:51 #

Hérna virðist hann telja Búddisma með meinlausum (en hlægilegum eða úreltum) skoðunum eins og algyðistrú og deisma. Í bókinni sinni er hann miklu harðari og jafnvel helst á honum að skilja að Lótussútran sé engu skárri en Kóraninn.

Matti - 20/10/09 11:05 #

Það er svo langt síðan ég las bókina sem ég gaf svo að lestri loknum. Var hann mjög dómharður á Búddisma almennt?

Ég hef litið svo á að Búddismi sé að stórum hluta laus við hindurvitni.

Haukur - 20/10/09 11:56 #

Hérna er eitthvað úr þessum kafla. Annars er ég svo sem ekki sjálfur neitt sérstaklega fróður um Búddatrú en mér virðist Sam Harris fjalla um mismunandi trúarbrögð á aðeins sanngjarnari hátt og leggur þau ekki öll að jöfnu.