Örvitinn

Örviti á skautum

Í gær staðfesti ég tvennt:

Fór í Skautahöllina með vinnufélögum og rann um svellið með "göngugrind". Það var hægt að hafa gaman að þessu en yfirleitt leiðist mér allt sem ég er mjög lélegur í.

Eftir skauta var haldin spurningakeppni. Þar endaði ég í þriðja sæti, langt á eftir tveimur fyrstu mönnum, Palla og Sigga Gutt. Gat ekki fyrir mitt litla líf munað hvað Marilyn Monroe hét. Reyndi allt en náði nafninu ekki fram. Kings of Leon hvarf líka í bjórinn og fleira átti ég að vita sem ekki kom fram.

Varð dálítið ölvaður en það er ekki í frásögur færandi. Fór á Næsta bar og Ölstofuna. Á Næsta bar ætlaði einhver klikkhaus að berja mig vegna þess að ég settist á rangan stað en vinur hans sjónvarpsstjarnan reddaði málum. Langt síðan einhver hefur ætlað að berja mig. Ég verð alltaf jafn hissa :-)

Ég vona bara að ég hafi ekki böggað Ásu of mikið en hún og vinkonur hennar voru hressar.

Já og ég er alheimsmeistari Trackwell í pílu. Nauðsynlegt að halda því til haga.

dagbók
Athugasemdir

Tinna G. Gígja - 07/11/09 12:56 #

Prófaðirðu að söngla Candle in the wind?

Matti - 07/11/09 17:51 #

Reyndar ekki, en ég prófaði næstum allt annað :-)