Örvitinn

"Biskup Íslands"

Biskupinn Hlustaði á útvarpsfréttir klukkan fjögur, þar var verið að ræða við "biskup Íslands" og þá fór ég að hugsa.

Karl Sigurbjörnsson er ekki "biskup Íslands" , hann er biskup ríkiskirkjunnar (sem stundum er kölluð Þjóðkirkjan).

Hann er ekki biskupinn minn. Meira en 20% þjóðarinnar eru ekki í trúfélaginu sem hann er í forsvari fyrir - en eru þó fullgildir meðlimir þessara þjóðar.

Forseti Íslands starfar fyrir alla þjóðina, jafnvel þó sumir séu ekki sáttir við hann. Það sama gildir um forsætisráðherra. Að tengja biskupinn við landið með þessum hætti er svipað og að segja að formaður Sjálfstæðisflokksins sé "formaður Íslands".

Karl Sigurbjörnsson er einfaldlega leiðtogi í einu tilteknu trúfélagi og ég vildi óska þess að hætt yrði að kenna hann við landið.

Ég held nefnilega stundum að þessi titill orsaki dálítinn miskilning hjá biskup og hans liði.

kristni kvabb
Athugasemdir

Gurrí - 07/11/09 19:24 #

Hárrétt!

Biskup Þjóðkirkjunnar skammaði í dag ísl. ríkið fyrir að draga úr þróunaraðstoð, spurning samt hvort þjóðkirkjan gangi ekki á undan með góðu fordæmi og gefi af milljörðunum sínum. Er hún ekki eina stofnunin sem ekki er fjársvelt á krepputímum?

Mummi - 07/11/09 22:37 #

Hey! Þjóðkirkjan þurfti að sleppa hátíðarmat um daginn, ég sá það í fréttum. Hvernig getiði sagt að hún sé ekki fjársvelt!?

Matti - 08/11/09 04:20 #

Svo við séum sanngjörn, þá hefur kirkjan eitthvað þurft að draga saman seglin.

Samt ekki jafn mikið og t.d. Landspítalinn.

Hólmfríður Pétursdóttir - 08/11/09 10:46 #

Samdrátturinn, eða niðurskurðurinn kemur líklega í ljós á kirkjuþingi.

Tinna G. Gígja - 08/11/09 16:07 #

Jón Valur hvatti nú biskup til að gefa þriðjung launanna til góðgerðarmála. Aldrei hélt ég að ég ætti eftir að vera sammála þeim manni um nokkurn hlut.

Matti - 08/11/09 19:10 #

Jón Valur mætti hvetja Kaþólsku kirkjuna til að gefa þriðjung eigna sinna til góðgerðamála. Þannig mætti eflaust útrýma fátækt í heiminum!

Tinna G. Gígja - 08/11/09 21:22 #

Jamm. Og ef hún gæfi allar eignirnar væri hægt að útrýma fátækt og bjóða öllum jarðarbúum kampavín og kavíar til að fagna því.

Steindór J. Erlingsson - 08/11/09 21:31 #

Matti, fórst þú eða einhver úr Vantrú á ráðstefnuna sem Félag kennara í kristnum fræðum, siðfræði og trúarbragðafræðum stóð fyrir í gær? Ég komst því miður ekki þar sem ég tók sjálfur þátt í annarri ráðstefnu í gær og fyrradag.

Matti - 08/11/09 21:35 #

Nei, ég komst því miður ekki. Hef ekki heyrt í neinum sem mætti.