Örvitinn

Drogba og úlfurinn

Það hlaut að koma að þessu. Varnarmaður Manchester United sparkar í brjóstkassann á Drogba. Í stað þess að reka leikmann United af velli gaf dómarinn Drogba áminningu.

Þetta er klassískt dæmi um smalastrákinn sem hrópaði úlfur úlfur. Drogba er náttúrulega gjörsamlega óþolandi leikmaður sem þykist slasast oft í hverjum leik. Hann átti þetta inni.


Evans Kung Fu Kik on Drogba

Svo kvartaði Fergusson útaf dómaranum!

(via 101greatgoals)

boltinn
Athugasemdir

Kristján Atli - 09/11/09 12:05 #

Þú varst á undan mér að setja þetta inn, þannig að ég vísaði á þig í staðinn.

Þetta var óborganlega fyndið.

Jón Magnús - 09/11/09 13:05 #

Ég tel að þessi lappakippir hafi nú styrkt dómarann í þeirri trú að hann væri að reyna að plata hann. Vonandi lætur Drogba þetta sér að kenningu verða, óþolandi leikmaður og einn mesti svindlarinn í boltanum en ekki í þessu tilfelli.

Dómarinn hefði síðan átt að sleppa gula spjaldinu - skil það ekki alveg. Hann sér ekki atvikið nógu vel en ákveður að spjalda hann fyrir óíþróttamannslega framkomu en eins og þú segir, "úlfur úlfur".

Siggi Óla - 09/11/09 13:57 #

Algjörlega óþolandi leikmaður og þarna kom úlfur úlfur dæmið skýrt fram og í bakið á honum. Eðlileg dómgæsla hefði átt að vera brot og brottrekstur á Evans en vegna sögu Drogba og illa leikinna krampakippa fékk hann spjaldið. Eins og Matti segir, hann átti þetta inni.

Þó að ég sé MU maður var ég lengi að taka C. Ronaldo í sátt og var aldrei alveg ánægður með hann því hann var líka glórulaus leikari framan af, skánaði reyndar mikið en maður hefur alltaf varan á sér þegar svona leikmenn liggja veinandi eða í "krampakippum" sem stórslasaðir væru. Ömurlegt.

Ómar - 09/11/09 17:24 #

er ekki í lagi með ykkur eða? hellingur af fótboltamönnum láta sig stundum detta og ég man nú eftir því að í leiknum lét annaðhvort johnny evans eða o´shea sig detta þegar drogba var að komast framhjá honum í átt að boltanum. Drogba er í dag án efa einn besti framherji í heimi og hættið að vera svona shit öfundsjúkir útí manninn. Það á klárlega að setja Evans í bann fyrir þetta því hann gerir þetta viljandi og sést það með því að hann labbar í burtu alveg sama um þetta atvik.

Matti - 09/11/09 17:35 #

Drogba er yfirburðamaður í leikaraskap í Ensku úrvalsdeildinni. Það kemst enginn með tærnar þar sem hann hefur hælana.

Ég hef aldrei séð nokkurn knattspyrnumann "slasast" jafn oft í leik en jafna sig í hvert skipti. Hann er auk þess fyrsti leikmaðurinn sem ég sá skríða aftur inn á völlinn eftir að hann hafði meiðst (eða þóst meiðast) utan vallar.

Það er ljóst að Drogba er einn besti framherji heims, um það er ekkert deilt. Hann er einnig tvímælalaust einn allra mesti svindlari knattspyrnuheimsins og ætti satt að segja að fá áminningu fyrir leikaraskap í öðrum hverjum leik.

Það er stundum gjörsamlega viðbjóðslegt að fylgjast með þessum stóra skrokk fleygja sér í gras við minnstu (jafnvel enga) snertingu.

Siggi Óla - 09/11/09 18:42 #

Hummm, held að þú sért nú eitthvað að misskilja Ómar er þú heldur að þessi gagrýni sé vegna þess að ég sé öfundsjúkur út í hann.

Það er einfaldlega ömurlegt þegar menn spila óheiðarlega og eru með leikaraskap, hvort sem þeir heita Drogba eða eitthvað annað. Í þessu tilfelli kemur Drogba í veg fyrir rétta og eðlilega dómgæslu með fáránlegum tilburðum eftir að brotið hefur verið á honum, ekki í fyrsta skipti og því miður örugglega ekki það síðasta heldur. Menn sem spila svona eyðileggja leikinn og mér er alveg sama í hvernig treyju þeir eru eða hvað þeir geta, þeir eru að eyðileggja leikinn.

Það er slæmt að maður skuli ekki geta borið virðingu fyrir jafn frábærum framherja og Drogba út af leikaraskap sem skyggir allt of oft á snilldartaktana sem hann á til.

Kristinn Snær Agnarsson - 09/11/09 19:34 #

alveg hrikalega ömurlegur leikmaður að horfa á þrátt fyrir augljósa hæfileika.

Alveg furðulegt að horfa á hann liggja þarna og látast eins og hann væri að fá raflost, ekkert skrítið að gefa honum spjald fyrir leikaraskap.. ef ekki fyrir þetta þá fyrir uppsafnaðan leikaraskap.

Maðurinn á skilið Óskar.

Einar - 10/11/09 21:27 #

Drogba var nú ekki lengi að borga fyrir sig með því að toga Wes Brown niður í teignum þegar Terry skoraði markið.
Var í raun rangstæður þar og náði að trufla der Sar nægilega til þess að markið varð að veruleika.
Hefði verið sáttur við jafntefli

Siggi Óla - 13/11/09 11:27 #

http://www.youtube.com/watch?v=NOSVVrj0WZo

Hehe gott myndband sem tengist færslunni vel :)