Örvitinn

Harmageddon

Ég er eitthvað að tjá mig um trúarbrögð og ríkiskirkjuna í útvarpsþættinum Harmageddon á X-977 núna.

(bloggað fram í tímann)

dagbók
Athugasemdir

Jóhannes Proppé - 10/11/09 16:44 #

Slagur! Slagur!

:D

Gh - 10/11/09 17:00 #

Synd að þið þurftuð að hætta á þessum tímapunkti. Hefði verið til í minnst klukkutíma í viðbót.

Matti - 10/11/09 17:01 #

Mætum aftur eftir viku, það er af nógu að taka.

Kristján Atli - 10/11/09 17:46 #

Ég rétt náði í síðustu tvær setningarnar á þessu. Er einhver leið að hlusta á þetta á netinu? Hafa X-menn uppgötvað hlaðvarpið?

Steindór J. Erlingsson - 10/11/09 17:48 #

Ég náði hluta af spjalli ykkar. Mér fannst gæta nokkurs yfirlætis í málflutningi prestsins, eins þegar hann spurði hvert framlag Vantrúar væri til að lina þjáningar þeirra sem eiga um sárt að binda vegna kreppunnar. Þú svaraði þessari aðdróttun ágætlega en hefðir mátt gera meira úr muninum á áhugamannafélaginu Vantrú og trúarsöfnuðum sem fá "tíund" frá ríkinu, að ekki sé talað um milljarðana sem stofnun prestsins fær að hverju ári.

Það var einnig athyglisvert að presturinn neitaði að taka undir með þér að mormónatrú og vísindakirkjan byggi á hæpnum kennisetningum, þ.e. rugli. Ástæða þessa er líklega sú að þá hann gefur hann veiðileyfi á yfirnáttúrulega ruglið sem er að finna í Biblíunni. Hér sjáum við einnig staðfestingu þess að "frjálslyndir" trúmenn búa til skjól fyrir þá sem aðhyllast öfgafullar eða hæpnar trúarskoðanir.

Matti - 10/11/09 18:20 #

en hefðir mátt gera meira úr muninum á áhugamannafélaginu Vantrú og trúarsöfnuðum sem fá "tíund" frá ríkinu, að ekki sé talað um milljarðana sem stofnun prestsins fær að hverju ári.

Ég geri það næst :-)

Gummi Jóh - 10/11/09 19:00 #

Ef þetta snýst svona mikið um að hjálpa náunganum ættu þessir menn bara að vera í Hjálparsveit eða Lions klúbbi.

Náði 15 mín af þessu, þú varst góður enda langt um betri að koma sjónarmiðum þínum á framfæri. Sérann var svolítið fastur í gömlu klisjunni að rökræða sem minnst.

Gurrí - 10/11/09 19:33 #

Mér fannst þú ferlega góður! Hlakka til að hlusta næsta þriðjudag á meira!

Kristján Atli - 10/11/09 20:04 #

Þessi rök um að preststéttin sé góðsamari en aðrir er óþolandi. Ég myndi vera ótrúlega hjálpsamur, örlátur og samviskusamur ef ég fengi borguð prestalaun fyrir. Svo myndi ég einnig hafa vit á því að reyna ekki að gera úr mér dýrling fyrir „hjálpsemi“ og „manngæsku“ á þessum launum.

Matti - 10/11/09 20:06 #

Já, Þórhallur gleymdi alveg að hann er á fullum launum (eflaust um 700þ á mánuði) við góðsemi sína.

Björn Ómarsson - 11/11/09 00:36 #

Vel gert. Þórhallur missti kúlið svoldið hressilega þarna í lokin. Það er eins og að hann átti sig ekki á því að fullyrðingunni "A er bull" verður að fylgja rökstuðningurinn "vegna þess að ...".

Svo fannst mér það á honum að hann sæji mikið eftir þessum orðum, en hann fékk sig ekki til að biðjast afsökunar.

Er það samt ekki rétt munað að þú (eða einhver annar Vantrúar-maður) og Gunnar í Krossinum hafi komið reglulega í Ísland í Bítið á Bylgjunni hérna um árið? Spurning hvort það verði endurtekið með Þórhalli í Harmageddon, okkur hinum til ómældrar ánægju...

Jón Steinar - 11/11/09 02:56 #

Þú hefðiðr getað undirstrikað við Þórhall að hann er vantrúaður á önnur trúarbrögð og telur sína trú eiga að njóta þeirra forréttinda í samhengi þessara trúarbragða. Þau séu, betri, réttari og snnleikurinn einn.

Talandi um bull eða ekki bull, þá léstu hann endalaust leiða þig út í moldrok um félagsþjónustu og líknarstarf, þegar umræðan um bull snýst um dogmað. Sögurnar. Ekki endilega kennisetningar per se, heldur algerlega órökstyðjanlegar og absúrd sögusagnir, sem fólki er uppálagt að trúa eigi það að kallast trúað. Þórahallur segir sem rétt er að ekki sé hægt að afsanna tilvist guðs, frekar en nokkra ósannanlega fullyrðingu. Enginn neitar því en Þórhallur getur heldur ekki sannað tilvist Guðs og það væri gaman að heyra hann viðurkenna það eða ella sanna það.

Hann kemur síðan með þá margtuggnu og rætnu fullyrðingu að ofbeldisverk kommúnismans, séu trúleysi að kenna og setur þar skýrt samasemmerki milli þinnar vantrúar og siðleysis, morðæðis, grimmdar og almennrar illsku. Það er tilgangur hans. Þetta verður að senda til föðurhúsanna. Þetta er nákvæmlega í sama anda og eldur og brennisteinn Biskupsins í garð trúfrjálsra. Rætið,illt, ósatt, ósanngjarnt og hrein og klár lygi.

Spyrja mtti hann einnig, hvaða þýðingu dogmað og bókin sem slík hafi, þegar kristin kirkja er farin að dauðhreinsa þennan texta og hafna sumu en ekki öðru. Vera með meðvitaðar fgrunaraðgerðir á einhverju sem er í heild sinni viðurstyggð og svo þversagnarkennt að það kansellerar bókinni út.

Hann vill meina að kristur sé kjarninn, en hvað með Matt: 10-34-39 og fleiri þversagnarkenndar ræður. Hvað með að trompa út orðum krists með meiningum Páls. (Sem raunar virðist enga hugmynd hafa um innihald guðspjallanna) Hvað með það að Jesús innleiði helvítisógnina og óttaprangið, heimsendaprangið og hótanirnar, sem eiga að halda börnum við efnið?

Er hægt að redúsera biblíuna niður í A4? Af Þórhalli að skilja, þá er það vissulega málið.

Hvers vegna er kirkjunnar mönnum svo ómögulegt að gagnrýna ranglæti og glæpi trúbræðra sinna og annarra trúarbragða? Er slíkt aðgerðarleysi ekki ófyrirgefanlegt? Er það ekki að ýta undir viðbjóðinn með að hafasrt ekkert að? Hvers vegna er ekkert innra aðhald í þessum málum? Hvers vegna ekki kross kúltúral aðhald? Er það af ótta við sturluð viðbrögð annarra trúarbraðgað sem virðast vera einkennandi í slíku. Er krikjan hrædd við sjálfa sig? Er kirkjan hrædd við önnur trúarbrögð?

Jón Steinar - 11/11/09 03:07 #

Svo réttlætir hann komment sín um níðinga vantrúar en gerir sér ekki grein fyrir að slík orð eru níð í sjálfu sér og það miklu sterkari en trúlausir myndu nota um trúaða. Hann kallar á opna umræðu, sem samt á að vera laus við gagnrýni á dogma, kennisetningar, sögu og framgöngu trúaðra. Er það hægt? Hvað er hann að biðja um? Hvernig sér hann slíka umræðu fyrir sér? Að menn ræði mærðarlega guðsorðið sín á millum yfir bolla af kamillutei?

Matti - 11/11/09 10:12 #

Er það samt ekki rétt munað að þú (eða einhver annar Vantrúar-maður) og Gunnar í Krossinum hafi komið reglulega í Ísland í Bítið á Bylgjunni hérna um árið? Spurning hvort það verði endurtekið með Þórhalli í Harmageddon, okkur hinum til ómældrar ánægju...

Birgir í Vantrú mætti Gunnari nokkrum sinnum. Upptökurnar eru á vefnum.

Ég á ekki von á því að ég og Þórhallur verðum fastagestir í Harmageddon :-)