Örvitinn

Hjálparstarf kirkjunnar og kristniboð

Trú.is birtir óvenju hreinskilna játningu séra Jakob Ágúst Hjálmarsson í dag þar sem hann segir okkur það sem við vissum, hjálparstarf kirkjunnar er vettvangur kristniboðs.

Söfnuðir landsins hafa komið auga á að enn bíða margir eftir fagnaðarboðunum góðu og að það sé að nokkru á okkar ábyrgð. Miklir hvata menn þessa hafa verið biskuparnir dr. Sigurbjörn, Pétur og Karl. Í mörgum söfnuðum er nú unnið af áhuga að eflingu kristniboðs með hjálparstarfi. Fermingarbörn hafa um árabil gert sér ómak að því að ganga fyrir dyr landsmanna á aðventunni og safna framlögum og hópar innan safnaða hafa haft fjáraflanir og sinnt kynningarstarfi. Það er að lifna yfir kristniboðsáhuga Þjóðkirkjunnar með hjálparstörfunum.

Mikið óskaplega hafa þau samt reynt að afneita þessari staðreynd. Þegar ríkiskirkjufólk stærir sig af því hvernig þau hjálpa fólki gleyma þau yfirleitt að nefna að hjálpinni fylgir trúboð. Þau hjálpa ekki af góðmennskunni heldur gera þau það vegna þess að þannig geta þau breitt út boðskap sinn. Þetta er einfaldlega markaðssetning.

kristni
Athugasemdir

Jón Magnús - 11/11/09 10:41 #

"Þú færð vatn ef þú skiptir yfir í kristni!"

Ætli þetta gangi ekki nokkurn veginn svona fyrir sig?

Mummi - 11/11/09 13:28 #

Í haust hefur verið unnið að tengslamyndun milli safnaða á Íslandi og í Afríku og þar opnast gluggar til áhugaverðs útsýnis um víðar lendur kristninnar þar sem framrás hennar blasir við og hleypir kappi í kinn að láta nú ekki eftir nein lönd né einstaklinga úr röðum okkar hér tapast á vit myrkursins þar sem flestir vitar slökkna og mannsins för verður aðeins á vit hins óttalega. [leturbreyting M]

Svo er verið að kvarta yfir því að Vantrú sé dónaleg í garð trúaðra :-/

Matti - 11/11/09 16:04 #

Það er vegna þess að við notum orð eins og fífl, hálfviti og lygari.

Prestar segja bara að við séum heimskir, siðlausir, hatrammir og óttalegir (eða eitthvað í þá áttina) þegar þeir eru ekki að tala undir rós.

Augljóslega er okkar orðfæri miklu verra.

Svo er líka bara ljótara að tala illa um presta því þeir eru erindrekar Gvuðs og eiga að njóta verndar.