Örvitinn

Boðskortaakstur

Í kvöld eyddum við hjónin tæpum tveimur klukkustundum í að keyra út afmælisboðkort. Það má ekki lengur dreifa boðskortum í skólanum og því þarf að skutla í hvert hús, jafnvel þó verið sé að bjóða öllum stelpunum í árgangnum (þær eru 20 með Ingu Maríu).

Komum einu boðskorti ekki til skila, heimilsfang í Mentor útrunnið og símanúmer aftengt. Ókum upp í Grafarvog til að tékka á gamla heimilisfanginu en þau voru að sjálfsögðu flutt.

Þetta væri nú auðveldara ef Inga María gæti tekið kortin með sér í skólann eins og í gamla daga. Ég skil hina regluna þegar krakkarnir eru bara að bjóða fáeinum, en þegar ekki er verið að skilja neinn útundan þætti mér í lagi að gera þetta með gamla laginu.

Það verður væntanlega dálítið fjör á sunnudag.

dagbók
Athugasemdir

Halldór E. - 12/11/09 00:23 #

Ég veit ekki hvort þessi færsla sé beita, en þá bít ég bara á agnið.

Þetta er að sjálfsögðu ein birtingarmynd hugmyndarinnar um að skólinn sé hlutlaus stofnun, þar sem halda á lífsskoðunum utan kennslustofunnar. Þannig verndar bann við dreifingu afmælisboðskorta í skólastofunni þau börn sem ekki taka þátt í afmælisveislum af hugmyndafræðilegum ástæðum (og þau börn/foreldrar eru vissulega til).

En innilega til hamingju með stelpuna.

Matti - 12/11/09 00:30 #

Nei, þetta snýst alls ekki um börn sem ekki taka þátt í afmælisveislum af hugmyndafræðilegum ástæðum. A.m.k. hefur aldrei verið minnst á slíkt þegar þessi umræða hefur komið upp.

Þetta snýst um að stundum er bara verið að bjóða hluta barnanna og það er ljótt að skilja útundan (eins og t.d. með því að taka fáein börn til hliðar meðan öll hin gera eitthvað annað). Þess vegna skil ég vel að ekki megi dreifa boðskortum þegar hluta barnanna er boðið.

Aftur á móti er þetta dálítið annað þegar öllum stelpunum í árgangnum eða öllum strákunum í árgangnum er boðið. Þá er ekki verið að skilja útundan (tæknilega séð gæti strákunum langað að mæta í stelpuafmæli og stelpunum í stráka, en í praxís er það ekki svo)

Mér finnst líking þín misheppnuð og frekar óviðeigandi. Leiðist dálítið þegar fólk reynir að gera lítið úr gagnrýni á trúboð í leik- og grunnskólum með þessum hætti.

Halldór E. - 12/11/09 00:49 #

Þetta var ódýrt hjá mér, en ég minnist reyndar mjög sterkt skólafélaga míns úr æsku sem kom ekki í afmælisveislur af hugmyndafræðilegum ástæðum.

En hvað um það, þetta var ekki smekklegt af mér og ég biðst afsökunar á því.

Freyr - 12/11/09 09:07 #

Það er ekki verið að fá krakka til að halda að heimurinn sé stjórnaður af ímyndaðri ofurveru í afmælum.

Matti - 12/11/09 09:24 #

Það er einmitt sami hvati á bak við það að hleypa börnum ekki í afmæli og því að standa fyrir kristniboði í skólum.

Ég gagnrýni hvoru tveggja.

Eyja - 12/11/09 10:49 #

Tja, sumir hefðu nú bara splæst í frímerki og sparað sér allan aksturinn....

Matti - 12/11/09 10:51 #

Jújú en við áttum reyndar ekki von á að þetta tæki næstum tvo tíma :-)

Guðmundur - 14/11/09 22:08 #

Bíddu er þá ekki verið að mismuna trúarhópum, vottarnir eru á móti afmælum!

Matti - 14/11/09 22:28 #

Hvernig er þá verið að mismuna þeim?

Guðmundur - 14/11/09 22:45 #

Ég skildi það svo að þér fyndist þetta í lagi svo lengi sem öllum bekknum er boðið, sem ég er reyndar sammála. En er það ekki samt rangt út frá trúfrelsissjónarmidi, ad bjóða í viðburð sem er gegn ákveðnum trúarhugmyndum?

Óli Gneisti - 14/11/09 23:25 #

Ýmsir trúarhópar eru á móti því að meðlimir þeirra haldi upp á eigin afmæli. Hins vegar veit ég ekki til þess að neinn þeirra sé almennt á móti því að fólk haldi upp á afmæli eða að þeim sé bannað að mæta í slíkar veislur.

Sindri G - 14/11/09 23:53 #

Ég held að Vottar Jehóva séu á móti afmælum, og sé bannað að mæta í afmæli.

Guðmundur B - 15/11/09 22:54 #

Er örvitinn kjaftstopp? :-)

Örvitinn - 15/11/09 23:02 #

Örvitanum finnst þetta heimskuleg umræða. Örvitinn skilur ekki hvernig í ósköpunum það getur taliust mismunun gegn Vottum að börnum þeirra sé boðið í barnaafmæli, það er ekki eins og verið sé að draga þau í afmæli. Þvert á móti telur Örvitinn að það væri mismunun ef öllum öðrum börnum væri boðið en ekki börnum Vottanna. Mismununin felst í því að trúarbrjálæðingar leifa börnum sínum ekki að umgangast önnur börn. Þessir trúarbrjálæðingar eiga að mati Örvitans ekki að hafa umsjón með börnum.

Örvitinn vill koma því á framfæri að það fer gríðarlega í taugnarnar á honum þegar fólk likir því á einhvern hátt saman þegar Örvitinn mótmæli trúboði í skólum og því að trúmenn láti hitt og þetta fara í taugarnar á sér, t.d. Vottar varðandi afmæli og sköpunarsinnar varðandi kennslu um Þróunarkenninguna.

Krafa Örvitans um að skólar séu ekki trúboðsstofnanir á nákvæmlega ekkert sameiginlegt með sérkröfum trúarnöttara. Þeir sem halda slíku fram eru, að hógværu mati Örvitans, helvítis hálfvitar.

Að lokum vill Örvitinn taka það fram að í daglegu tali gengur hann undir nafninu Matti og það gerist reglulega að hann nennir ekki að svara athugasemdum hér. Sérstaklega ekki ef þær eru heimskulegar og aðrir hafa tekið af honum ómakið.

Örvitinn þakkar fyrir innlitið, hann hefur haft nóg að gera um helgina og er þreyttur.