Örvitinn

Það deyja meira en 150 þúsund manns á dag

Samkvæmt WolframAlpha deyja 150 þúsund manns á hverjum degi. Ef við setjum þetta í samhengi, þá er búist við 1500 manns á þjóðfundinn á morgun. Hundraðfaldur sá hópur drepst á hverjum degi.

Við erum að tala um 1,744 dauðsfall á sekúndu, 104,6 á mínútu, 6277 á hverri klukkustund. Meðan þú last þetta dóu eflaust um tíu manneskjur í heiminum.

Það þarf að gera eitthvað í þessu.

(Ætlunin er ekki að gera lítið úr neinu en stundum er ágætt að setja tölur um tiltekna dánatíðni í samhengi, jafnvel þó þær séu hrikalegar)

Ýmislegt
Athugasemdir

Helgi Briem - 13/11/09 14:09 #

Meðan þú last þetta dóu eflaust um tíu manneskjur í heiminum.

Að maður skuli ekki hætta að lesa!

Matti - 13/11/09 14:12 #

Nákvæmlega :-)

Eggert - 13/11/09 14:16 #

Úff. Skv. þessu deyja 500 manns í hvert skipti sem ég sest á klósettið.

Matti - 13/11/09 14:18 #

HÆTTU AÐ FARA Á KLÓSETTIÐ!!!

(er enginn að hugsa um börnin?)

Sirrý - 13/11/09 15:38 #

Ég er nú ekki með tölfræðina á hreinu en stór hluti þessa fólks sem deyr, deyr úr hungri. ertu með töluna á bak við það ?