Örvitinn

Séra Þórhallur og þjóðfundurinn

Þórhallur HeimissonSéra Þórhallur Heimisson er magnaður náungi.

Honum var boðið á Þjóðfund og tókst að sjálfsögðu að troða trú sinni að. Niðurstaða fundarins samkvæmt Þórhalli er svo ótvíræð að hann bloggar um hana tvisvar. Seinni bloggfærslan er svona (án litafyllerís):

Kristin trú og þjóðleg menning eru undirstaða þess að hér sé hægt að byggja heiðarlegt samfélag, ef marka má niðurstöðu Þjóðfundar.

Eða eins og segir þar undir liðnum TÆKIFÆRI:

Þjóðleg menning, kristin trú, agað og heiðarlegt samfélag móti land tækifæranna....

Ekki get ég annað en fagnað þessu eins og allir hljóta að gera sem vilja að framtíð landsins sé byggð á kletti en ekki sandi eins og hingað til

Við vitum hver vísunin í klettinn er en skoðum málið örlítið nánar. Á heimasíðu Þjóðfundar er hægt að sjá níu liði og í hverjum eru 17-19 atriði talin upp. Hér er allt sem talið er upp undir liðnum tækifæri, þar með talið það sem Þórhallur telur upp rauðlitað.

Þannig að 16 af 17 hópum sáu ekki ástæðu til að nefna kristna trú undir þessum lið en samt telur séra Þórhallur að "Kristin trú og þjóðleg menning [séu] undirstaða þess að hér sé hægt að byggja heiðarlegt samfélag, ef marka má niðurstöðu Þjóðfundar." Í hinum átta flokkunum (og a.m.k. 17 undirliðum við hvern) er einungis einu sinni minnst á kristna trú. Spurning hvaða prestur hefur þar setið við borðið. Þannig að ef þetta eru 9*17 atriði, samtals 153 punktar og kristin trú er talin upp tvisvar, þá er niðurstaða þjóðfundar ótvírætt (samkvæmt Þórhallslógík) sú að vægi kristinnar trúar sé svona 1.3%.

Er það ekki merkilegt að eina borðið sem telur ástæðu til að nefna kristna trú undir liðnum tækifæri skuli einmitt vera borðið hans séra Þórhalls?

Ég myndi gera athugasemd við þetta á bloggsíðu prestsins en hann lokaði á mig fyrir löngu án ástæðu.

kristni pólitík
Athugasemdir

Óli Gneisti - 15/11/09 19:48 #

Mér finnst ógeðslega fyndið að hann skuli alltaf sleppa þessu með spítalann á Ártúnshöfða.

Matti - 15/11/09 20:07 #

Spítali á Ártúnshöfða er augljóslega kletturinn sem samfélag okkar mun byggja á :-)

Steindór J. Erlingsson - 15/11/09 20:22 #

Þórhallur virðist lifa í einhverjum draumaheimi. Það er langt síðan ég sá jafn grófa tilraun til þess að hagræða sannleikanum. Takk fyrir benda á þetta Matti. Hvað eigið þið við með "Spítali á Ártúnshöfða".

Matti - 15/11/09 20:43 #

Þórhallur sleppir seinni hluta textans.

Þjóðleg menning, kristin trú, agað og heiðarlegt samfélag móti land tækifærannna, þar sem umhverfismál og hátæknisjúkrahús við Ártúnshöfða hafa forgang.

Óli Gneisti - 15/11/09 21:09 #

Ætli borðfélagi Þórhalls sé ekki búinn að blogga að aðalniðurstaðan hafi verið að "[H]átæknisjúkrahús við Ártúnshöfða haf[i] forgang".

Kristján Atli - 15/11/09 21:31 #

Færðu ekki tækifæri til að gera athugasemd við þetta við manninn sjálfan í útvarpi á morgun?

Matti - 15/11/09 21:34 #

Ég fæ vonandi tækifæri til þess á þriðjudag.

Teitur Atlason - 15/11/09 23:37 #

Fyndast er að þessi framsetning er EKKI heiðarleg af Þórhalli.

Og hvað er með þennan spítala á Ártúnshöfða? Er það þjóðþrifamál til framtíðar? Ég meina, staðsetning þessa spítala?

Ég á ekki orð.

Otto Eduard Leopold von Bismarck - 16/11/09 16:47 #

Ótrúlegur áróður. Hvað er þessi maður yfirhöfuð að gera á þessum fundi ?

DoctorE - 16/11/09 22:37 #

Þórhallur er bara að sýna okkur hvað hann er, útrásarjesúlingur gamla íslands. Gaurinn er örugglega með hátt í milljón á mánuði.. fer inn á þjóðfund.. poppar út aftur og segir að hann og "starfið" hans sé það mikilvægasta á íslandi samkvæmt fundinum.

Það fyndna er að hann er í algerri þversögn við allt sem þessi fundur átti að standa fyrir.. annaðhvort er hann of siðlaus til að skilja þetta.. eða of vitlaus..

Jón Steinar - 16/11/09 22:47 #

Niðurstaða þjóðfundarins um frumgildi samfélagsins var afgerand: HEIÐARLEIKI. Hér kemur Þórhallur beint af fundinum og skeinir sig á niðurstöðunni. Hefur hana að háði, skrumskælir, stífærir og lýgur.

Segir þetta ekki allt sem segja þarf?

Matti - 16/11/09 22:53 #

Þórhallur telur upp kristileg gildi og montar sig af því að þau hafi verið svo áberandi í niðurstöðu Þjóðfundar. Hér eru þau 12 gildi sem voru efst á lista:

  • Heiðarleiki
  • Jafnrétti
  • Virðing
  • Réttlæti
  • Kærleikur
  • Ábyrgð
  • frelsi
  • sjálfbærni
  • lýðræði
  • fjölskyldan
  • jöfnuður
  • traust

Á listanum eru semsagt atriðin réttlæti og kærleikur sem Þórhallur eignar kristninni. Ég vil meina að þessi hugtök séu ekki einkaeign kristninnar. Hugtök eins og trú og von eru ekki meðal tólf efstu. Aftur á móti eru hugtökin heiðarleiki, jafnrétti og jöfnuður þarna en þau tengjast einmitt öll baráttu trúleysingja á Íslandi í dag. Hugtakið heiðarleiki er á engan hátt einkaeign trúleysingja en að mínu mati lýsir það afskaplega vel baráttu okkar í Vantrú.

Við höfum t.d. ekki þurft að ljúga neinu upp á ríkiskirkjuna í allri okkar baráttu. Því miður er ekki hægt að segja það sama um hana. Ég hef ekki lokað fyrir athugasemdir Þórhalls og skáldað einhverjar ástæður fyrir því. Því miður er ekki hægt að segja það sama um hann :-)

Nei, auðvitað er Þórhallur að bulla og að sjálfsögðu veit hann það. En hann treystir því að söfnuður hans og yfirboðarar sjái ekki í gegnum þessar blekkingar.

Rebekka - 17/11/09 06:55 #

Hmm, þýðir þetta þá að heiðarlegur, jafnréttissinnaður, réttlátur, kærleiksríkur, ábyrgðarfullur, sjálfbær, lýðræðissinnaður og traustur trúleysingi sem á fjölskyldu, ber virðingu fyrir öðrum og er frjáls, sé í raun kristinn? :D

P.S. Hver er munurinn á jöfnuði og jafnrétti?

Matti - 17/11/09 07:54 #

Munurinn er enginn, þetta segir okkur bara að hugtakið jöfnuður/jafnrétti hefur verið ofarlega í huga þátttakenda á Þjóðfundi. Ég ætla að gerast svo frakkur að telja að þar undir falli jafnrétti varðandi lífsskoðanir og að gesti Þjóðfundar telji ekki rétt að mismuna fólk vegna lífsskoðana.

Matti - 17/11/09 11:57 #

Þórhallur afboðaði sig í dag, við mætum vonandi í Harmageddon eftir viku.