Örvitinn

Bíl lögreglustjórans stolið

Vísir segir frá því að bíl sóknarprestsins í Keflavík hafi verið stolið. Mér finnst eiginlega áhugaverðara í þessu máli að bíl lögreglustjórans í Keflavík hafi verið stolið. Vonandi finnst bíllinn óskemmdur.

Annars er ástandið orðið svo hrikalegt í samfélaginu að durgar stela úr jarðaför eða eins og segir í fréttinni "[h]ámarki ósvífninnar var líklega náð í jarðarför í kirkju einni í Reykjavík fyrir nokkru".

Æi, það er alltaf helvíti skítt og ósvífið þegar fólk stelur. Mér finnst ekki sérstök ástæða til að raða þessu upp í einhvern ósvífnis-skala.

Ýmislegt
Athugasemdir

Skúli - 20/11/09 10:49 #

þakka frómar óskir :)

Verra gæti það nú verið og því miður fyrir mig og þjófana þá er bíllinn ekki eins flottur og sá sem er á myndinni með fréttinni.

PS. tveir félagar þínir tóku mig á beinið í síðasta mánuði. Stendur ekki til að birta yfirheyrslurnar? ;)

Matti - 20/11/09 10:52 #

Jú, við erum með þrjú viðtöl við presta sem bíða birtingar. Held að umræðan hafi bara verið um það hvernig við göngum frá þessu. Ætlum að birta upptökurnar í heild sinni en svo var eitthvað verið að ræða hvort það ætti að skrifa texta með. En þetta er ágæt ábending, ég ýti á eftir mönnum (þarf ekkert að gera það, viðeigandi aðilar lesa þetta allir).

Annars lentu foreldrar mínir í því fyrir tæpum þremur áratugum að bíl þeirra var stolið og hann eyðilagður. Við skulum vona að þetta endi betur hjá ykkur.

Eiríkur Örn Norðdahl - 20/11/09 11:28 #

Mér þykir nú ósvífnara að vera vondur við þá sem eiga bágt en þá sem eiga það ekki. Það er líka verra að láta níðast á sér daginn sem maður fylgir nákomnum til grafar en daginn sem maður verður ástfanginn - Held að það sé ekki svo svarthvítt fyrir flestum að hlutir séu annað hvort ósvífnir eða ekki. Ekki svo að skilja að ég vilji meina þér að vera þeirrar skoðunar - en þú sérð vonandi að það er ekkert skrítið að sumir sjái þetta í öðru ljósi.

hildigunnur - 20/11/09 12:16 #

Því miður er það ekki nýtt að stolið sé frá gestum við jarðarfarir. Við sem vinnum við þær höfum lengi passað okkar dót vel. Sammála Eiríki annars, mér finnst munur á að stela frá fólki sem er í sárum eða ekki.

Matti - 20/11/09 13:12 #

Þið hafið vissulega rétt fyrir ykkur. Var þetta ekki annars fyrst fremst lögreglukórinn sem lenti í þessu þarna?