Örvitinn

Þessir agalegu trúleysingjar

efahyggja
Athugasemdir

Snorri Elís - 07/12/09 02:06 #

Gaman að skoða þessa síðu þína. Þvældist eitthvað hingað af Vantrú.

En varðandi færsluna: Pat klikkar ekki og finnst mér hann hafa orðið málefnalegri eftir því sem leið á, allavega þótti mér hann taka eitthvert 'rambling' tímabil, þrjú eða fjögur myndbönd.

Þetta myndband kemur sérstaklega með marga góða punkta um það hvað 'árásagjarnir' trúleysingjar eru gjarnir að ráðast á. Sannarlega eru þeir ekki að sprengja sjálfa sig og aðra...

Sindri G - 07/12/09 22:16 #

Varðandi þessa teiknimynd gæti ég séð fyrir mér að einhverjir trúmenn myndu halda því fram að Stalín og Maó væru dæmi um herskáa trúleysingja.

Matti - 07/12/09 22:31 #

Hvað myndir þú segja við þá trúmenn?

Sindri G - 08/12/09 08:38 #

Að þeir hafi vissulega bæði verið trúlausir, OG herskáir, en þeir hafi aðallega verið herskáir kommúnistar og alræðissinnar, ekki herskáir trúleyingjar. Aftur á móti myndi ég viðurkenna að guðleysi hafi verið hluti að þeirra pólitísku hugmyndum og kenningum. (Guðleysi var t.d. hluti af kommúnisma Stalíns)

Það þarf trúarbrögð, eða ideologíó á borð við kommúnisma, til að fremja voðaverk.

Matti - 08/12/09 08:50 #

Við myndum nefnilega frekar kalla þá "agalega kommúnista" eða "agalega einræðisherra". Trúleysið var vissulega til staðar en ekki það sem málið snerist um.

Hjalti Rúnar Ómarsson - 08/12/09 09:54 #

Ég myndi segja þeim að kíkja á þetta myndbandsbrot úr fréttaþætti þar sem það er rætt við Hitler, Stalín og Pol Pot.

Matti - 08/12/09 10:03 #

Frábært myndband!