Örvitinn

Fjölskylduhjálp Íslands

Hverjir standa að Fjölskylduhjálp Íslands? Ég finn ekkert um þessi samtök á netinu nema bloggsíðu formannsins og kynningu hjá Íslandsbanka.

Ýmislegt
Athugasemdir

Halldór E. - 01/12/09 13:41 #

Fyrir nokkrum árum var Ásgerður Jóna formaður Mæðrastyrksnefndar. Þegar upp komu deilur innan Mæðrastyrksnefndar um aðferðir og áherslur í starfinu, endaði með því að Ásgerður yfirgaf Mæðrastyrksnefnd ásamt nokkrum fleirum og stofnaði Fjölskylduhjálp Íslands. Þetta varð nokkuð blaðamál á sínum tíma.

Fjölskylduhjálpin er þannig ekki tengt neinum öðrum félögum eða félagasamtökum með beinum hætti að ég best veit.

Matti - 01/12/09 13:51 #

Takk fyrir þetta Halldór, ég þekkti þessa forsögu ekki.

Nú þarf einhver að aðstoða fjölskylduhjálp við að koma heimasíðunni aftur á vefinn. Slæmt að hafa ekki neinar upplýsingar aðgengilegar.

Gísli Ásgeirsson - 01/12/09 14:02 #

Ásgerður fór með stjórn Mæðrastyrksnefndar í vikuferð til Portúgal, á kostnað nefndarinnar. Þetta og fleiri dæmi um sjálftöku umbunar, varð henni að falli. Ég hef lítið álit á ÁJF og get ekki annað en grunað hana um græsku, þótt málefnið sé gott.