Örvitinn

"Trúleysi efnishyggjunnar"

Karl Sigurbjörnsson biskup

Alltaf gaman að kíkja á trú.is. Ég mæli með þeirri síðu. Í alvöru. Fullt af fróðlegum greinum og prédikunum.

Í dag er það biskupinn sjálfur sem heiðrar okkur með andagift sinni.

Hringið út trúleysi efnishyggjunnar, hringið út hugarfar faríseans sem dylst í dimmum skotum sjálfumgleði og hroka. Hringið inn lotningu og virðingu, heiðarleika og hugrekki, hringið inn elsku til Guðs og náungans, kærleika sem skirrist ekki við að fórna og gefa af sér öðrum til heilla og lífs. #

Karl (milljón á mánuði) æðstistrumpur ríkiskirkjunnar (fimm milljarðar á ári) gagnrýnir efnishyggjuna (ómetanlegt).

Er það rétt skilið hjá mér að biskup sé að gefa í skyn að "elska til Guðs" sé forsenda kærleika og gjafmildi?

Mér finnst við hæfi að rifja upp hræsni biskups. Þegar góðærisgeggjunin var í gangi fannst honum ekkert athugavert við að þiggja fé frá útrásarvíkingum.

kristni
Athugasemdir

Teitur Atlason - 10/12/09 10:28 #

Er hann ekki að tala um efnishyggju sem veraldarhyggju frekar en peningahyggju?

Eg túlkaði þessi orð amk þannig.

Matti - 10/12/09 10:29 #

Ef svo, þá er þetta miklu verra. Ég lét hann njóta vafans.

Arnar - 10/12/09 10:57 #

Vissi ekki að það væru bara trúleysingjar sem aðhylltust efnishyggju.

Þekki alveg nokkur dæmi þess að prestar safna að sér veraldlegum gæðum, búa í stórum húsum og keyra um á Range Rover Vogue, svona eins og allir 'athafnamennirnir' áttu.

Þeir eru þá væntanlega trúlausir.

Matti - 10/12/09 11:02 #

Þessi bíll var á bílastæðinu við safnaðarheimili í Kópavogi þegar prestaþing fór þar fram fyrr á árinu.

Eins og þú sérð þá er þetta andlegur bíll, ekkert efnislegt við hann. Ef Jesús væri lifandi þá æki hann um á svona bíl.

Jón Yngvi - 10/12/09 11:08 #

Mér datt ekki annað í hug en að túlka þetta eins og Teitur. Hann er augljóslega að leggja veraldarhyggju að jöfnu við kúgun, ranglæti synd og fleira fallegt, sem er auðvitað miklu verra en að klína peninguhyggjunni á trúleysingja. En það er fallegt að sjá þig bera blak af Karli Matti.

Valdimar - 10/12/09 12:28 #

Kannski er hann að nota efnishyggju í veraldlegu meiningunni, en þegar hann nefnir það næst á undan „hugarfari faríseans sem dylst í dimmum skotum sjálfumgleði og hroka“ þá veit ég ekki hvort hann er viljandi að láta það líta út fyrir að vera það sama, eða hvort það er óvart.

Alla vega misskilur Arnar hérna að ofan þetta þannig að verið sé að tala um „peningahyggjuna“, þannig að það er örugglega stór hluti fólks sem skilur það þannig.

Matti - 10/12/09 12:31 #

Ég skrifa þessa bloggfærslu náttúrulega út frá því að biskup sé að tala um peningahyggju þannig að Arnar misskilur ekkert :-)

Nei, í alvöru talað. Ekki haldið þið að biskup sé enn og aftur að drulla yfir þá sem ekki aðhyllast hindurvitni?

Valdimar - 10/12/09 12:36 #

Já, sorrí, fattaði það eftir að ég sendi inn athugasemdina :P

Ég held að hann sé viljandi að rugla reitum og tala um trúleysi efnishyggjunnar (efnishyggjufólk er út frá skilgreiningu trúleysingjar) en vekja upp reiði fólks í garð útrásarvíkinga og annarra auðmanna sem almenningur sér sem efnishyggjufólk (keyptir hlutir eru það sem skiptir máli).

Hann gerir sér örugglega grein fyrir þessu, en skýlir sér bakvið kristnu góðsemdarímyndina.