Örvitinn

Steini brjál

Þó Þorsteinn virðist við fyrstu sýn vera ljúfur náungi er stutt í dimma drungalega hlið enda strákurinn alinn upp í Vogunum.

Þorsteinn Ágústsson

Það er skemmst frá því að segja að Steini var brjálaður í föstudagsboltanum.

Þetta byrjaði allt í klefanum fyrir leik þegar ég settist of nálægt snaganum hans. Þegar enginn sá til sparkaði hann í sköflunginn á mér og sagði mér að drulla mér í burtu. Er við gengum á völlinn dró hann mig hliðar, tók mig kverkataki og sagði "þú verður tíkin mín í dag Matti". Ég missti smá þvag sem var neyðarlegt því ég var í hvítum stuttbuxum.

Það sem eftir lifði tíma gætti ég þess að vera ekki mjög nálægt Steina, stóð mestmegnis úti í horni og vonaðist til þess að fá ekki boltann. Þegar ég fékk boltann sparkaði ég honum bara langt í burtu. Þorsteinn kom samt stundum hlaupandi að mér og straujaði mig, sérstaklega milli leikja. Ég vil ekki segja frá því ódrukkinn sem gerðist í sturtunni.

Ég ætla að passa mig á því að eiga aldrei viðskipti við þennan mann, hann er klikk.

Ok, þetta er kannski ekki alveg fullkomlega nákvæm lýsing á tímanum, en svona mun ég segja frá honum eftir fimm ár. Það var smá hiti í boltanum í dag og ég er dálítill tuðari

dylgjublogg skáldskapur
Athugasemdir

Steini Brjál - 11/12/09 14:07 #

Ég verð nú bara að segja það að síðan þín hefur aldrei litið betur út. Þessi lýsing þín er ekki svo fjarri sannleikanum, en ég er orðinn aðeins rólegri og þarf líklega ekki á tík að halda í næsta tíma.

Sigrún - 11/12/09 15:45 #

Þarf maður að fara að mæta og hvetja ykkur áfram í boltanum á föstudögum til að upplifa Steina brjálaðan. Fengjum við ekki örugglega að fylgja ykkur í klefana líka, þar sem aðallætin eru greinilega?

Matti - 11/12/09 17:06 #

Ég er hræddur um að þú hafir einfaldlega misst af steina, þetta er eins og sólmyrkvi, gerist bara á margra ára fresti. Aftur á móti eru allir velkomnir í klefa eftir bolta - sérstaklega í sturturnar. Ég mæti bara í innibolta svo ég geti farið í sturtu með strákunum!