Örvitinn

Það sem við þekkjum af alheiminum

Þetta myndband sýnir alheiminn eins og við þekkjum hann. Allt sem við sjáum byggir á gögnum sem menn hafa safnað um alheiminn. Ansi stórfenglegt.

Er jafnvel flotttara í fullri stærð.

(via kottke)

vísindi
Athugasemdir

Sævar Helgi - 17/12/09 19:21 #

Takk fyrir að vísa á þetta. Mjög skemmtilegt. Maður gerir sér samt enga grein fyrir stærð alheimsins þrátt fyrir svona góð myndskeið. Hann er svo andskoti stór.

Mér finnst alltaf gaman að sjá örbylgjukliðinn. Hann er í um 13,7 milljarða ljósára fjarlægð. Það er alltaf magnað að hugsa til þess að ljóseindirnar frá þessu bergmáli Miklahvells hafi verið 13,7 milljarða ára á leiðinni til okkar.

Fátt er annars áhrifaríkara en að sjá jörðina í samhengi við alheiminn. Við erum svo óskaplega lítil.

baldur mcqueen - 17/12/09 20:31 #

Takk fyrir þetta.

Ég hrúgaði börnunum í sófann og "neyddi" til að horfa á þetta. Þau voru mjög hrifinn.

Sonur minn, Victor, þykist nú hafa uppgötvað ástæðu þess þetta er kallað "space".

"It has plenty of space", ályktaði hann.

Matti - 17/12/09 23:49 #

Ég þarf að muna að sýna stelpunum mínum þetta á morgun.

Snæbjörn Guðmundsson - 18/12/09 01:56 #

Vá, ég tók andköf þegar það var aftur súmmað inn á jörðina. Magnað myndband.

Halldór E. - 18/12/09 02:33 #

Dóttir mín er í 5. bekk og til að hjálpa þeim að skilja stærð sólkerfisins, staðsettu þau veifu sem táknaði sólina á skólalóðina og gengu síðan af stað í hóp frá skólanum og settu niður veifur fyrir pláneturnar, í réttum hlutföllum, við fjarlægð þeirra frá sólu. Ég man ekki "ratio-ið" en Plútó var í rétt um mílufjarlægð frá skólanum (sólinni).

Það er sjálfsagt hægt að útfæra þetta mismunandi vegu, með boltum og svo framvegis, en dóttur minni fannst þetta mjög magnað.

Rebekka - 18/12/09 06:54 #

Total Perspective Vortex

Freyr - 18/12/09 10:45 #

Halldór, þetta hefur verið útfært í Svíþjóð veit ég sem hluti af "trans-country" listaverki.

Þarna er þetta í hlutföllunum 1:20 milljón, þannig að sólin er 71m í þvermál og plútó 12cm í þvermál í 600 km fjarlægð.

En þetta er náttúrulega bara sólkerfið okkar, sem nær ekki einu sinni stærð atóms ef alheimurinn væri á stærð við jörðina.

Ólafur í Hvarfi - 18/12/09 11:17 #

Virkilega flott animation og grafík.. það eru til mun nákvæmari líkön af útliti alheimsins að mati stjörnufræðinga.. en hér er linkur á skemmtilega mynd sem þar sem borin er saman mynd innan úr heilanum og það stærðfræðilega tölvulíkan sem fræðingar eru að gera að hinum þekkta alheimi.. Bara smella á mynd til að stækka: http://or.blog.is/blog/or/image/938521/

Sævar Helgi - 18/12/09 15:52 #

Stjörnufræðivefurinn stóð fyrir sólkerfisrölti í apríl á þessu ári í tilefni alþjóðlegs árs stjörnufræðinnar með mikilli og góðri hjálp frá bekk í Melaskóla. Þar var gengið frá sólinni sem var örlítið stærri en körfubolti á Ingólfstorgi upp að Plútó sem var sandkorn við pizzastaðinn hjá Hlemmi. Það var mjög áhrifaríkt. Miðað við okkar líkan yrði fjarlægasti þekkti hnöttur sólkerfisins í Mosfellsbæ en næsta sólstjarna í Ástralíu eða þar um bil.

Sigurdór - 18/12/09 22:12 #

Magnað! Takk fyrir að deila þessu. Ekki frá því að það hafi læðst að mér væg gæsahúð þegar var súmmað til baka að jörðinni :)