Örvitinn

Barnatrúin

Góð bloggfærsla hjá Óla Jón.

Barnatrúin fallega

Í mínum huga er þessi trú hin sk. 'barnatrú', sem að mínu mati er aumasta birtingarmynd trúarinnar. Að trúa á eitthvað vegna þess að einhver hafði það fyrir þér þegar þú varst óviti? Við fyrstu skoðun virðist það vera nokkuð sem kirkjan ætti alls ekki að geta sætt sig við, en það er öðru nær. 'Barnatrúin' virðist bara vera besta leið kirkjunnar til að viðhalda ört smækkandi hópi sauða sinna og tilgangurinn helgar meðalið. Því er róið af festu í barnaskarann og spilað og trallað að Jesú sé besti vinur barnanna. Markhópurinn er 5-6 ára börn sem er uppálagt að trúa öllu sem fullorðna fólkið segir þeim. Þetta er sko trúboð í lagi.

kristni vísanir
Athugasemdir

Haukur - 25/12/09 17:53 #

Mikið ertu kaldrifjaður, Matti. Ertu ekkert sorgmæddur yfir því að herra Karl hafi farið í friðarstund á leikskóla og ekki heyrt neitt um Betlehem?

Matti - 25/12/09 17:54 #

Jú, ég grét dálítið inni í mér :-)

Haukur - 26/12/09 12:01 #

Bráðum verður hvergi hægt að heyra jólaguðspjallið nema í guðsþjónustum sem er útvarpað beint til allra landsmanna.