Örvitinn

Svekktir þjófar

Ég hræddur um að þjófahyskið sem rótaði í hanskahólfinu í bílnum hennar Gyðu yfir hátíðarnar hafi orðið fyrir vonbrigðum, það voru engin verðmæti í bílnum sem var lagt fyrir aftan vinnuna mína.

Við erum bara fegin að ekkert var eyðulagt.

Ég er viss um að þjófarnir voru kristnir, prestarnir (t.d. séra Þórhallur) eru alltaf að tala um að næstum allir íslendingar séu kristnir og ég hlýt að trúa prestum. Ég meina, ekki lýgur fólk sem fær 5-800þ á mánuði í laun frá ríkinu!

ps. Er ekki dálítið ósmekklegt að tengja eitthvað svona við trúmál án nokkurrar ástæðu? Mér finnst það. Prestum finnst aftur á móti krúttlegt að nýta ýmis tækifæri til að boða kristni - hvort sem um er að ræða litlar hörmungar eða stórar.

dagbók
Athugasemdir

Einar Jón - 27/12/09 20:25 #

Enginn sannkristinn færi að stela yfir jólin, svo það bara getur ekki verið rétt hjá þér...