Örvitinn

Lélegar útskýringar

Hvað eiga hindurvitni sameiginlegt?

(via reddit)

efahyggja
Athugasemdir

Haukur - 29/12/09 18:47 #

Þetta er alveg furðulegt dæmi sem hann tekur - hann hljómar ekki eins og hann hafi lesið neitt sem Forn-Grikkir skrifuðu. Grikkir voru ekki eins og kristnir ungjarðarsköpunarsinnar sem verða að taka allar goðsögur bókstaflega. Grísku hugsuðirnir létu goðsögurnar sjaldan þvælast fyrir sér þegar þeir fjölluðu um vísindi og heimspeki - yfirleitt töldu þeir að þær hefðu einhverja táknræna merkingu eða jafnvel að þær væru bara ómerkilegar ömmusögur. Meira að segja Júlíanus, einhver allra trúræknasti heimspekingurinn, sagði að goðsögurnar væru "ótrúlegar og hræðilegar sögur".

Grikkir vissu líka vel, eins og aðrar fornþjóðir, að árstíðabreytingar voru tengdar gangi sólarinnar. Og þegar á fimmtu öld fyrir Krist mældi Oenopides möndulhalla jarðar. Tveimur öldum síðar mældi Eratosþenes ummál jarðar og fjarlægðina til sólarinnar. Helgisagan um Persefónu virðist ekki hafa vafist neitt fyrir þessum mönnum.

Sú hugmynd að Grikkir hafi ekki náð framförum í stjarnvísindum vegna þess að þeir hafi ekki skilið muninn á goðsögu og vísindalegri útskýringu er eiginlega eins röng og verða má.

Matti - 29/12/09 19:06 #

Ég nenni ekki að horfa á þetta aftur eins og er, treysti því bara að þú sért að túlka þetta rétt.

Haukur - 29/12/09 19:37 #

Æ, þarf ég þá að gæta sanngirni í túlkun? :-) Hann meinar þetta sjálfsagt í einhverju almennara samhengi þótt hann taki dæmi um Grikki og stjörnufræði. Og sjálfsagt er eitthvað til í því í almennu samhengi að ein forsenda fyrir vísindaframförum sé að menn skilji greinarmuninn á góðri vísindakenningu og lélegri. Hans hugmynd er að góð kenning hafi þann eiginleika að það sé erfitt að breyta stærðum í henni. Kannski er það rétt, ég þyrfti að hugsa meira um það til að taka einhverja upplýsta afstöðu. Hvort það er jafnsentralt atriði og hann segir veit ég heldur ekki.

Daníel - 30/12/09 09:55 #

Ef að einhver var einhverntímann með útvarpsandlit......