Örvitinn

Morgunblaðsáskrift sagt upp

Í kjölfar ákvörðunar forsetans hringdi ég og sagði upp áskrift að Morgunblaðinu. Þetta hefur staðið til í nokkurn tíma af ótal ástæðum en ég vildi fylgjast með því hvert Davíð færi með blaðið. Nú liggur það fyrir og þá finnst mér nóg komið.

Vona að moggamenn sparki ekki fast í mig í hádegisboltanum.

fjölmiðlar
Athugasemdir

Kristján Atli - 05/01/10 12:19 #

Ég verð að vera grunlaus hér og spyrja: hvers vegna núna? Ég skil vel að þú viljir segja upp Morgunblaðinu, hef engan áhuga á að vera áskrifandi að því sjálfur, en af hverju var það ákvörðun forseta sem fyllti mælinn? Mér sýnist viðbrögðin á Mbl.is ekki hafa verið neitt út af kortinu í kjölfar blaðamannafundarins.

Matti - 05/01/10 14:01 #

Það er von þú spyrjir, ég miða alls ekki við viðbrögð mbl eftir ákvörðun forsetans heldur málflutning Morgunblaðsins síðustu viku - meðal annars í leiðara. Morgunblaðið hefur að mínu mati verið í baráttu gegn Icesave samningnum. Ég er algjörlega ósammála blaðinu í því máli.

Það bætist ofan á ansi margt sem ég er ósammála Morgunblaðinu um og því fannst mér við hæfi að slíta þessu sambandi í dag.

Þess má geta að ekkert var sparkað í mig í boltanum í dag en þó var töluverður hiti í sumum leikmönnum. Hvort það tengist Icesave er ekki vitað.

Matti - 05/01/10 18:00 #

Svo hjálpaði ekki til að Staksteinar dagsins voru á vegum AMX!

Kristján Atli - 06/01/10 00:56 #

Þú átt aldrei að spila fótbolta við Vinstri-Græna. :)

Annars er ég sammála þér með Moggann og áróðurinn gegn Icesave. Fannst þetta bara eitthvað undarlega orðað hjá þér.

Matti - 06/01/10 01:00 #

Jamm, þetta var undarlega orðað, ég hefði mátt gefa mér aðeins meiri tíma í þessa færslu.

Það var ein ansi vinstrisinnuð með mér í liði í dag. Sá sem er lengst til hægri skrópaði þrátt fyrir að hafa meldað sig. Kanski útaf því sem ég sagði, en líklegra var það þó útaf ÓRG.