Örvitinn

Furðulegar forsendur

Ef Íslendingum yrði gert að standa að fullu undir Icesave samsvarar það 12.000 evrum á hvern Íslending (tæpum 2,2 milljónum króna). Kostnaðurinn yrði hins vegar aðeins 50 evrur (9 þúsund krónur) á hvern skattgreiðanda í Hollandi og Bretlandi. Þetta kemur fram í bréfi Ann Pettifor og Jeremy Smith hjá fyrirtækinu Advocacy International í Bretlandi sem birt er í Financial Times í gær.#

Ef maður gefur sér þessar forsendur segir þetta okkur ekkert annað en að Ísland er fámenn þjóð, Bretland og Holland töluvert fjölmennari.

Íslendingum verður ekkert gert að standa að fullu undir Icesave.

Eignir Landsbankans ganga upp í Icesave. Hvaða rugl umræða er þetta eiginlega?

Ef íslendingar ættu kjarnorkuvopn og olíu og væru þar að auki hundrað milljónir er ólíklegt að deilan væri á þessu stigi.

pólitík
Athugasemdir

Svenni - 08/01/10 15:42 #

Það eru fleiri furðulegar forsendur.

Ef við reiknum með 40 milljarða vöxtum á ári af láninu þá kostar þetta 130.000 cirka á mannsbarn á ári. Ef við deilum þessu hinsvegar niður á skattgreiðendur og miðum við 150.000 manns þar, þá kostar þetta í kringum 260.000 á ári á mann.

Að hversu miklu leyti ganga Landsbankaeignirnar upp í? Enginn hefur skoðað þær milliliðalaust nema skilanefndin. Hvað þurfum við að borga vexti lengi?

Erfitt að giska þegar forsendurnar eru bæði faldar og háðar ótal breytum í framtíðinni.

Ásgeir - 08/01/10 15:44 #

Uss! Ekki segja, útlendingar gætu heyrt í ykkur!

Jói - 10/01/10 00:40 #

sammála, kominn tími á kjarnavopn!