Örvitinn

Madonna !

Af hverju í ósköpunum set ég lag með Madonnu á síðuna mína? Hún er ekki beint uppáhaldstónlistarmaðurinn minn.

Jú, vegna þess að þegar fjórar mínútur og 25 sekúndur eru liðnar af laginu gerist dálítið áhugavert.

Þetta ku vera spilað til heiðurs Dimebag Darrell og á netinu eru upptökur af fleiri tónleikum þar sem riffið úr A new level er spilað. Ég hafði ekki heyrt af þessu áður. Af hverju hafði ég ekki heyrt af þessu áður?

Svona hljómaði þetta á á tónleikum Pantera.

lag dagsins
Athugasemdir

Gagarýnir - 12/01/10 18:59 #

Gítarskóli Madonnu. Flott hjá poppgrýlunni. En er þetta síðara ekki eitthvað "shredd" sem mér finnnst frekar þreyttur húmor

Sindri Guðjónsson - 13/01/10 08:56 #

Ég hafði nú mest gaman af þessu taflkalla þema í bakgrunninum hjá Madonnu. Ég man eftir að hafa lesið um að hún hafi byrjað að æfa skák af einhverjum krafti einhverntímann á fullorðins árum, fengið sér þjálfara og alles.

Kalli - 13/01/10 15:36 #

En af hverju seturðu bil á milli síðasta orðs setningar og greinarmerkis á blogginu þínu, Matti?

(Já, ég veit það er ekkert kúl að láta svona en þetta er eitthvað fer sérstaklega í taugarnar á mér og ég hef aldrei séð þig gera áður. Ég er nefnilega merkilega þolinn á stafsetningar og málfræðivillur – geri nóg af þeim sjálfur – en þetta atriði hefur með flæði textans að gera. Já, ég veit, samt leim hjá mér :)

Matti - 13/01/10 15:50 #

Hvað ertu að tala um? Fyrirsögnina? :-)

Kalli - 13/01/10 16:00 #

Affirmative ! :)

Kalli - 13/01/10 16:01 #

Og shit hvað er mikið af villum í þremur fokking setningum þarna hjá mér.

Matti - 13/01/10 16:04 #

Það er nú ekki nein regla að ég setji bil á milli orðs og greinamerkis (upphrópunarmerkis eða spurningamerkis) í fyrirsögn á blogginu. Það var engin ástæða fyrir því að ég hafði þetta svona, þetta gerðist bara :-) Ég var eitthvað að krukka í titli, vissi ekki hvað ég átti að segja.

Kalli - 13/01/10 16:27 #

Enda hefði ég ekki kvartað ef þetta væri alltaf að gerast hjá þér. Ég er bara svo hræddur við slippery slope ;)