Örvitinn

Gagnsemi trúboða

Það er stundum verið að segja okkur að trúboðar (kristniboðar) geri gagn, að þeir hjálpi fólki í vanþróuðum löndum. Að starf þeirra snúist ekki bara um boðun trúar heldur einnig að aðstoða fólk við að bæta daglegt líf sitt.

Þegar jarðskjálfti skók Haiti með skelfilegum afleiðingum flugu vélar fullar af kristniboðum frá landinu. Þeir höfðu verið að dunda sér við að byggja kirkjur.

Þvældust fyrir.

kristni
Athugasemdir

Jón Magnús - 18/01/10 15:34 #

Ætli þetta liggi ekki í mismunandi túlkun á hvað er hjálpsemi. Þeim finnst að öllum líkindum að þeir séu að gera fólkinu mikinn greiða með því að byggja kirkjur (og kristna fólkið) og skóla(þar sem þeir fá aðgang að ungum ómenguðum hugum).

Við trúleysingarnir finnst þetta vera sóun þar sem það á ekki að eyða tíma og peningum í það að byggja kirkjur heldur á að hjálpa þessu fólki óháð því hverra trúarskoðanir þeirra eru og hjálpa því að losna undan hjátrúarvitleysunni.

Skólar án trúboðs ég get kallað fræðslustofnanir, mér finnst hæpið að kalla trúarskóla fræðslustofnanir en það getur alveg örugglega verið mismunandi.

Matti - 18/01/10 15:47 #

Þeir flugu ekki með vélar fullar af læknum úr landi en vélarnar voru fullar af trúboðum. Þegar á reynir flækjast þeir fyrir.