Örvitinn

Úldinn bóndadagur

Hve glatað er að þegar loks kemur dagur tileinkaður karlmönnum skuli vera boðið upp á úldin matvæli.

Ég myndi frekar kjósa rauðvín og osta.

dagbók
Athugasemdir

Tinna G. Gígja - 22/01/10 12:54 #

Þú vilt sumsé frekar myglað en úldið?

Matti - 22/01/10 12:56 #

Allt frekar en úldið. Ég er annars lítið fyrir mjög myglaða osta :-)

Einar K. - 22/01/10 13:45 #

Hjartanlega sammála. Sumum finnst þessi óþverri góður. Mann grunar hins vegar að margir spili með og píni þetta helvíti ofan í sig til að leika e-a jaxla og víkinga. :)

Helgi Briem - 22/01/10 15:37 #

Ég samdi nokkrar vísur í tilefni dagsins. Þær eru ekki allar sérlega góðar, en hvað um það.

Allt er kjötið illa kæst,
kleprað, alsett kýlum,
sýrðar leifar etum æst
og æluna úr fýlum!

Sauðaláfur, lifrarmauk,
leginn hrafn með rófum,
soðin máf og mör með lauk,
morkin leg úr tófum.

Flestum þjóðum finnst það rusl
og færa það ekki hundum.
Þær geta átt sitt mjöl og musl
og mokað í sig lundum.

Því Íslendingar éta svið
og alls kyns fornan fjanda,
æfagömul, kryddlögð kið
og kneyfa með þeim landa.

Nú við þreyjum þorrann enn
og þolum firn sem bjóðast,
Í skarnadrykknum skála menn
og skæla svo sem óðast.

Áður karlmenn sýndu kjark með því
að kjamsa á leifum seigum.
Á Þorra í ár eru þær enn á ný
það eina sem við eigum.

Nýlega leit ég listaða
ljúfa rétti og unga:
ræningjaeyru og ristaða
útrásarvíkingspunga.

Nonni - 22/01/10 23:41 #

Ég fékk mér 5 sneiðar af súrsuðu hvalrengi, en þið eruð súrar landeyður.