Örvitinn

Íslensk kvikmyndagerð

Ég ræddi við Ólaf De Fleur leikstjóra í gær*, spurði um stöðu kvikmyndagerðar og hvernig menn ætluðu að bregðast við niðurskurði.

Hann sagði mér ekki frá þessu.

Borgríki - Íslensk Kvikmyndagerð from Olaf de Fleur on Vimeo.

Ég var forvitinn að heyra hvernig kvikmyndagerðarfólk rökstyður fullyrðingar um að hver króna frá hinu opinbera skili sér fjórfalt til baka. Mér þóttu slíkar yfirlýsingar ótrúlegar.

En málið er víst að til að geta fengið styrki úr erlendum sjóðum þurfa kvikmyndagerðarmenn að hafa fengið "start" og helst að hafa selt myndina til sjónvarps jafnvel þó þær upphæðir sem um er að ræða þar séu bara til málamynda. Þá er spurning hvort ekki sé nær að líta á styrki til kvikmyndagerðar á svipaðan hátt og fjárfestingar í nýsköpunarfyrirtækjum - en undanfarið hafa meiri peningar verið settir í þann málaflokk. Munurinn er þó sá að það eru sennilega minni líkur á að kvikmyndirnar skili hagnaði en ef erlendir styrkir koma til hlýtur að vera þjóðhagslega hagkvæmt að koma verkefnum af stað í þessum bransa.

*Svona rembist ég við að upphefja sjálfan mig með því að klessa mér utan í fræga og fallega fólkið.

kvikmyndir
Athugasemdir

Eyja - 28/01/10 11:38 #

Hver er Ólafur de Fleur? Er hann frægur og fallegur? Er ég að missa af einhverju?

Bragi Skaftason - 28/01/10 13:49 #

Gaman að klobbann

Sævar Helgi - 28/01/10 14:00 #

Hann er lúmskur á vellinum. Vil heldur vera með honum í liði en á móti.

Rebekka - 28/01/10 16:09 #

Bah, eins og mér leist vel á þessa mynd!

Olaf de fleur - 29/01/10 11:35 #

Mér finnst þessi trailer vera svona la-la, þoli ekki kvikmyndagerðarmenn og hvað þá fótbolta, fussumsvei :) Takk fyrir þetta Matti :)

Pétur - 29/01/10 14:45 #

"Ég var forvitinn að heyra hvernig kvikmyndagerðarfólk rökstyður fullyrðingar um að hver króna frá hinu opinbera skili sér fjórfalt til baka. Mér þóttu slíkar yfirlýsingar ótrúlegar. "

Minnir mig á að ég var að lesa einhvern hippamiða á kaffihúsi þar sem því var haldið fram að hægt væri að minnka rafmagnskostnað heimilis um helming með því að skipta fjórðu hverri hefðbundinni peru út fyrir flúorperu. Það er nú sök sér að fiffa tölfræði, en að skrifa svona texta og hugsa ekki "hang on...."