Örvitinn

Aumingjalegur hausverkur

Ég vaknaði með örlítinn hausverk. Fékk sama hausverk fyrr í vikunni - eða var það síðustu helgi - ég man það ekki. Þetta er svo vægur hausverkur að það tekur því ekki að taka verkjalyf en samt pirrar hann mig.

Tók eitt og hálft kíló af humri úr ísskáp þar sem hann hefur verið að þiðna í einn og hálfan sólarhring. Gleymdi að taka skeljarbrotin úr frysti til að gera soð, skiptir ekki máli, sæki þau núna. Ætla að búa til pastadeig og skella í kæli. Annað geri ég seinni partinn.

Glápi á handbolta á eftir og Liverpool leik í kjölfarið. Það getur valdið hausverk! Sleppi inniboltanum því ég er að jafna mig í fæti. Haltraði í tvo daga eftir síðasta innibolta en finn ekki mikið fyrir þessu eins og er. Sé ekki annað í kortunum en að ég slíti hásin að lokum. Samt held ég fólk hafi ekkert fundið fyrir verkjum í hásin áður en það slítur hana, hún gefur bara eftir einn daginn. Verkirnir eru samt þar, ekki í kálfanum eða ökkla.

Æi, ég held ég fái mér eina verkjatöflu.

dagbók
Athugasemdir

Jóhannes Proppé - 30/01/10 11:01 #

Taktu tvær.

Baldur Kristjánsson - 30/01/10 11:09 #

Þetta á bara eftir að versna. Bendi á ,,Indignation" e. Philip Roth. Kv. B

Jón Magnús - 30/01/10 11:10 #

Þú þarft að fara koma þér í gymið að styrkja kálfana. Nokkur skipti og þú ferð líklegast að verða allt annar í löppunum.

Matti - 30/01/10 13:06 #

Pastadeigið er í ísskápnum, soðið komið í flösku og ég fékk mér tvær.

Davíð - 30/01/10 14:49 #

Er þetta ekki ekta kaffiskortur um helgi hjá manni sem að situr nálægt kaffivél alla vikuna?

Ég spyr bara, veit ekki einu sinni hvort að þú drekkur kaffi....

Ég lenti í þessu, lagaðist við auka kaffidrykkju um helgar.

Matti - 31/01/10 10:58 #

Ágæt kenning en ég drekk reyndar ekkert kaffi. Reyndar drekk ég ekki koffíndrykki fyrir utan stöku Magic þegar ég er afar syfjaður í vinnunni.

En þessi höfðuverkur minnir mig reyndar á höfuðverkinn sem ég fékk í nokkra daga eftir að ég hætti að drekka diet kók.