Örvitinn

Precious

Við hjónin sáum Precious í Háskólabíó í gærkvöldi. Myndin er tilnefnd til sex óskarsverðlauna. Við fengum tvo miða á verði eins í gegnum e-kortið hennar Gyðu.

Þetta er ekki beinlínis upplífgandi mynd, lýsir ömurlegum veruleika.

Aðalsöguhetjan er hin 16 ára Claireece Precious Jones. Precious er offitusjúklingur, ólæs, reið, bláfátæk og ólétt að sínu öðru barni. Hún hefur þurft að þola kynferðislega misnotkun af hálfu föður síns og andlegt og líkamlegt ofbeldi af hendi móður sinnar. #

Töluvert tilfninngaklám en ansi gott bíó.

Kvabb: Myndin hófst tuttugu mínútum eftir auglýstan tíma. Byrjaði 10 mínútur í ellefu en ekki 22:30 eins og auglýst var. Mér finnst þetta augljýsingaflóð í bíó algjörlega óþolandi. Svo eru menn hissa á því að fólk sæki myndir á netinu!

kvikmyndir
Athugasemdir

Einar Jón - 28/02/10 08:10 #

Hér á Indlandi er þetta þveröfugt. Þeir spila þjóðsönginn (!) og byrja svo beint á myndinni. Við komum 5 mínútum of seint á Avatar og misstum sennilega af fyrstu 4 mínútunum. Auglýsingar eru spilaðar í hléinu, sem er örstutt...

Sætin eru líka mun betri, númeruð og með hátt í tvöfalt fótapláss á við heima.

baddi - 28/02/10 20:09 #

jæja, ég horfði á síðustu 2D sýninguna af Avatar í bíó. Ég var einn í lúxussal og mátti horfa á hálftíma af auglýsingum fyrir mynd og svo einhverjar 20 mínútur í hléinu. Í hléinu benti ég starfsmanni þarna á að ég væri nú bara einn í salnum og hvort ekki væri hægt að sleppa auglýsingunum, en það var víst ekki hægt!