Örvitinn

Icesave kosningalygi

Ég ætlaði ekkert að blogga um Icesave en ég neyðist til þess. Fyrir kosningar um Icesave var fullyrt að enginn tilgangur væri að kjósa með lögunum þar sem við hefðum miklu betri samning í höndunum. Með því að samþykkja lögin værum við í raun að fórna betri samning sem væri næstum því búið að landa.

Hvar er sá samningur? Allt í einu er talað eins og við séum á byrjunarreit.

Var virkilega verið að ljúga að okkur til að koma í veg fyrir að þjóðin myndi samþykkja Icesave og ljúka málinu?

Ég get ekki séð að þessu máli ljúki á næstunni og ég sé engin merki þess að stjórnarandstaðan hafi minnsta áhuga á að klára það.

Finnst eins og í gang hafi verið sett leikrit af stjórnarandstöðu og Indefence (afsakið tvítekninguna).

pólitík
Athugasemdir

Doddi D - 10/03/10 15:31 #

Vel athugað. Þessu verður að halda til haga.

Eyja - 10/03/10 18:35 #

Voru það ekki fulltrúar ríkisstjórnarinnar sem töluðu um að við værum komin með betri samning og því væru kosningarnar markleysa? Ég man ekki betur en forsætisráðherra hafi látið slík orð falla.

Sindri G - 10/03/10 21:51 #

Mér fannst líka alltaf eins og það væri ríkisstjórnin sem segði að við værum komin með betri samning og því væru kosningarnar markleysa og tilgangslaust að kjósa með lögunum, og best að sitja heima.

Það er svo hins vegar rétt, að það virðist sem stjórnarandstaðan hafi engan áhuga á að klára Icesave.

Matti - 10/03/10 22:40 #

Ég held að ríkisstjórnin hafi lúffað m.a. vegna þess að þau trúðu því virkilega að stjórnarandstaðan ætlaði sér að vinna með þeim í því að leysa málið.

Ég held þau hafi látið plata sig.

Haukur - 10/03/10 23:08 #

Ég skildi ríkisstjórnina þannig að við værum komin með betra tilboð frá viðsemjendum okkar en að allir stjórnmálaflokkar væru núna sammála um að betra tilboðið væri samt ekki nógu gott. Samningsstaða okkar hefur þá væntanlega batnað í millitíðinni.

Annars finnst mér menn oft gleyma því að lögin orðast svo: "Fjármálaráðherra ... er heimilt að veita ... ríkisábyrgð". Honum var aldrei skyldugt að veita hana - jafnvel þótt þjóðin hefði af e-um ástæðum ákveðið að fella lögin ekki úr gildi hefði Steingrími ekki borið nein lagaleg skylda til að veita ábyrgðina.

Á sama hátt geta Bretar og Hollendingar ekki allt í einu snúið við blaðinu, samþykkt fyrirvarana við Icesave-1 og þannig neytt okkur til að virkja samninginn sem þar hékk við. Jafnvel þótt þeir samþykktu fyrirvarana væri fjármálaráðherra ekki skylt að veita ríkisábyrgð.

Einar Jón - 11/03/10 06:41 #

Ef maður setur þetta upp eins og ég skil það, þá vill stjórnarandstaðan borga X* eða minna, ríkisstjórnin 2X eða minna en útlendingarnir vilja (þessa dagana) a.m.k. 3X.

Samningurinn sem var kosið um var upp á 4X, og því engin ástæða til að segja já - útlendingarnir eru búnir að segja að þeir sætti sig við minna, en það er alveg eftir að semja um hversu miklu minna.

Er þetta skýrara eða flóknara núna?

*) X, 2X, 3X og 4X eru bara tölur þar sem eftirfarandi gildir: X < 2X < 3X < 4X. Ekki er átt við tvöfalt, þrefalt, o.s.frv...

Pétur - 11/03/10 09:19 #

Ég held reyndar að stjórnin hafi verið sannfærð um að lögin yrðu felld, no matter what, þannig að þeim hafi þótt betra að láta sem þetta skipti engu máli til að komast hjá þeirri túlkun að úrslitin væru áfall fyrir ríkisstjórnina.

Matti - 11/03/10 09:22 #

Já, ég held það sé rétt. Það var allan tíman ljóst hver niðurstaðan yrði.

Sindri G - 11/03/10 10:24 #

En það voru amk stjórnarflokkarnir sem sögðu að kosningarnar væru markleysi, en stjórnarandstöðuflokkarnir að kosningarnar væru mikilvægar. Steingrímur sagði að kosningarnar væru bara um aðra hlið málsins, og enginn hefði presenterað já hliðina, bara nei, o.s.frv. Það var ríkisstjórnin sem fullyrti að það væri engin eða lítil ástæða til að kjósa með lögunum, þannig að kosningalygin sem Matti talar um væri þá ríkisstjórnarinnar.

Matti - 11/03/10 10:27 #

Sindri, það er greinarmunur á því að tala um að kosningarnar væru markleysa eða því að tala um að ekki væri hægt að samþykkja samninginn.

Áróðurinn gegn því að samningurinn yrði samþykktur hefur verið stöðugur frá því lögin voru samþykkt og forsetinn vísaði þeim til þjóðarinnar. Sá áróður hefur að stórum hluta gengið út á að við hefðum eitthvað betra í höndunum, sérstaklega síðustu vikurnar fyrir kosningar.

Matti - 11/03/10 10:27 #

Auðvitað voru kosningarnar marklausar þegar enginn "áróður" var fyrir öðrum kostinum - þeim að samþykkja lögin.

Sindri G - 11/03/10 11:33 #

Ég man einmitt eftir því að Sjálfstæðismenn væru að tala um að það væri bara rugl að við hefðum einhvern betri samning undir höndum, sem gerði það að verkum að það væri ekki hægt að samþykkja þennan samning sem væri verri. Ég hins vegar skal viðurkenna, að ég nennti ekki að hlusta mikið á umræðuna. Það gæti verið að það hafi verið Sjálfstæðismenn sem sögðu hið gangstæða, en ég heyrði það allaveganna aldrei. Ég heyrði bara stjórnarandstöðuna tala um að það væri gagnlaust að samþykkja þennan samning, þar sem annar væri á teikniborðinu.

Sindri G - 11/03/10 11:34 #

Í síðustu setningunni, þar sem ég skrifaði "stjórnarandstaða" meinti ég ríkisstjórn.

Sindri G - 11/03/10 11:41 #

Ég man s.s. ekki betur en að það hafi verið hluti af málflutningi ríkisstjórnarinnar um að kosningarnar væru markleysa að það væri hvot sem er ekki hægt að kjósa já, bara nei, þar sem við værum hvort sem er að gera (betri) samning.

Sindri G - 11/03/10 11:44 #

Ég man þetta einmitt alveg eins og Eyja sem sagði: "Voru það ekki fulltrúar ríkisstjórnarinnar sem töluðu um að við værum komin með betri samning og því væru kosningarnar markleysa? Ég man ekki betur en forsætisráðherra hafi látið slík orð falla."

Það var einmitt eftir að hafa heyrt STJÓRNARLIÐA segja u.þ.b. þetta sem ég ákvað að nenna ekki að mæta á kjörstað til að sega já, og sat frekar hjá.