Örvitinn

Innihaldslausir guðfræðingar

Hópur guðfræðinga skrifar enn eina aðsenda grein í Fréttablaðið í dag. Það merkilega við þessa grein, líkt og hinar greinar hópsin, er að hún er gjörsamlega innihaldslaus. Þetta fólk er ekki að segja neitt.

Tilgangurinn með greininni virðist einungis sá að koma guðfræði á framfæri í kjölfar kreppunnar. Guðfræðingarnir eru nákvæmlega eins og hrægammarnir sem hér vilja kaupa ódýr fyrirtæki. Kreppan er tækifæri sem þeir nýta sér til framdráttar.

ps. Ég óska ríkiskirkjunni til hamingju með nýjan ritstjóra Fréttablaðsins. Gott að hafa sinn mann við stjórnvölinn.

kvabb
Athugasemdir

Sara - 29/10/10 13:23 #

já þú segir nokkuð.. horfði einusinni á spjallþátt á omega (datt inná það þegar ég var að skipta um stöð) og þar voru menn að rökræða það að guð væri til og snúa útur þróunarkenninguna.. ég poppaði og fannst þetta rosa spennandi og fyndið hversu heimskulega útúrsnúningar þeir voru með..