Örvitinn

Versta gabbið

Það er ekki til verra gabb en það sem felst í því að plata fólk til að lesa bloggfærslu. Hvar er gabbið í því?

Skárra er það þegar fólk reynir að fá fólk til að trúa einhverju í bloggfærslunni, en "haha, þú varst plataður" er ekki gabb. Hvað þá þegar fólk endurtekur sama "gabbið" tvö ár í röð.

Þess má geta að ég ætla bara að segja satt í dag.

Ýmislegt
Athugasemdir

ArnarG - 01/04/10 15:02 #

Sæll Matti

Ég er þér alveg sammála. Aprílgabb snýst um að láta einhvern "hlaupa apríl" ef ég man rétt það sé orðað. Snýst ekki um að ljúga eins og flestir Íslendingar virðast halda. Heldur, snýst það um að láta fólk fara eitthvert og verða þar svo fyrir vonbrigðum. Dæmi: Fernando Torres genginn í raðir KR. Hann mun gefa eiginhandaráritanir við Frostakjól kl 1700 í dag.