Örvitinn

Fréttastofur ljúga fyrir ríkiskirkjuna

Trekk í trekk fullyrða fréttastofur að kirkjubekkir séu þétt setnir, að fjöldi fólks hafi mætti í messu eða á upplestur á Passíusálmum. Þegar horft er á fréttirnar blasa við hálftómir kirkjubekkir eða fáeinar hræður í tjaldi í Húsdýragarðinum. Myndatökumenn passa sig á að taka ekki yfirlitsmynd til að ekki sé áberandi hversu fáir eru á staðnum. Þetta á að heita helsta hátíð kristinna manna, það er fréttnæmt hversu lítill áhugi landsmanna er - skammarlegt að skálda þann áhuga.

Fréttastofurnar ljúga fyrir ríkiskirkjuna og fréttastjórar ættu að skammast sín.

fjölmiðlar
Athugasemdir

GH - 04/04/10 19:19 #

Tók einmitt eftir þessu í fréttunum í gær eða fyrradag. Fannst pínkufyndið þegar auðir bekkirnir sýndu allt annað en það sem fréttamaðurinn sagði!

Matti - 05/04/10 12:01 #

Já, þetta er eiginlega pínlegt dæmi :-)

Matti - 05/04/10 16:25 #

Um myndina úr Keflavíkurkirkju sagði ein á Facebook:

Nokkuð eins og að horfa á who's who af stjórnendunum mínum í skátunum og kfum&k

Skúli - 05/04/10 17:15 #

Já, ljósmyndarinn mætti því miður of seint og datt inn á málþing um kirkjusögu á Suðurnesjum sem hófst eftir að sjálfri messunni lauk. Þetta var nú samt ágæt mæting, ca. 100 manns. Í messunni var auðvitað stúfullt. :)

Er hægt að benda umfjöllunina á Facebook um þessa mynd?

Matti - 05/04/10 18:27 #

Það er nú ekki beint umfjöllun en þú finnur þetta á síðu Vantrúar á Facebook. Ég gerði bara ráð fyrir að þú værir aðdáandi ;-)