Örvitinn

Verstu glæpir mannkynssögunnar

Gott að setja ástandið í viðeigandi samhengi!

Á sama tíma sér maður milljarða afskriftir á meðan venjulegt fólk berst í bökkum til að borga skuldir sínar, sem margfölduðust vegna þessara glæpa. Það að þetta fólk sé neytt til að borga þó að það geti það ekki, jafnast á við verstu glæpi mannkynssögunnar,... #

Já, einmitt!

Ýmislegt
Athugasemdir

Óli Gneisti - 08/04/10 10:56 #

Þetta er náttúrulega bara bilun. Ekki bara samhengi allra hörmunga mannkynssögunnar heldur bara í samhengi þess hvernig hefur verið farið með skuldara í gegnum tíðina. Fólk var sett í skuldafangelsi og hneppt í þrældóm þegar það gat ekki borgað.

Kalli - 08/04/10 12:31 #

Þegar þetta er sett í samhengi svona verður þetta að bærilegasta white whine.

Eyja - 08/04/10 12:43 #

Óli: Ekki bara "var" heldur "er". Þ.e.a.s. fólk er enn hneppt í þrældóm vegna skulda þótt við hér á landi séum svo heppin að þurfa ekki að hafa áhyggjur af slíku lengur.

En já, þetta er álíka sennilegt og að þjóðin sé núna að upplifa sitt erfiðasta tímabil, sem ýmsir hafa látið út úr sér síðustu 17 mánuði eða svo.

Matti - 08/04/10 13:11 #

Í Dubai er fólki t.d. skellt í fangelsi ef það skuldar.

Kalli - 08/04/10 16:48 #

Það er klárt að íslenska efnahagshrunið er miklu verra en Móðuharðindin enda... ööö... hafa fleiri misst heimili sín í hruninu. Já, eitthvað þannig.