Örvitinn

TED fyrirlestur um fordóma gegn vísindum

Þetta þykir mér afskaplega góður fyrirlestur um vísindi, fordómana gegn þeim og hætturnar við að afneita vísindum.

(séð á reddit og spjallborði Vantrúar)

vísindi
Athugasemdir

Morten Lange - 13/04/10 17:25 #

Við verðum að þola að sjá líka að aðferðir vísinda séu ekki alltaf virtir af vísindamönnum.

Það sem litur út fyrir að vera sýn vísindasamfélagsins getur stundum verið mjög rangt.

Dæmið sem hann tekur um genabreytt matvæli er mjög illa valið. Mér er skapi næst að segja að hann viti hreinlega ekki hvað hann sé að tala um þarna. Hann hefur ekki leitað uppi bestu rökin á móti því sem hann er greinilega mjög sannfærður um.

Matti - 13/04/10 17:28 #

Nei, dæmið sem hann notar um erfðabreytt matvæli er einmitt mjög vel valið. Eins og hann bendir á er það ósköp venjulegt fólk eins og ég og þú (greinilega) sem berst gegn erfðabreyttum matvælum.

Hann nefnir sérstaklega að það geti verið pólitískar ástæður (t.d. varðandi einkaleyfi) til að vera á móti því, en ekki vísindalegar.

Matti - 14/04/10 07:57 #

Oh, klúður :-)

hildigunnur - 14/04/10 09:07 #

Tengillinn á svarið virkar ekki hjá mér :(

Matti - 14/04/10 10:30 #

Jón Arnar var búinn að setja inn réttan link og ég var að laga mitt komment.

Morten Lange - 15/04/10 11:14 #

Vísindamaður ? Venjulegt fólk ? Þetta finnst mér ómálefnalegt hjá þér Matti. Skiptir litlu máli hvaða bakgrunn fólk hefur ef rökin eru af litlum gæði.

  1. Sé enginn rök sem ber keim af vísindaþekkingu og rökfærslu sem sómi vísindamanni (sem slíks) á þessum spjallþræði á vantrúarspjallinu. Sem sagt ef við tökum mið af að verið sé að ræða um umdeilt mál innan vísindanna.
  2. Ég er MSc í eðlisverkfræði, hef starfað nokkur ár að sjálfbærni við háskólanum í Þrándheimi. Stóð fyrir umræðafund í háskólasamfélagi Þrándheimi um erfðabreyttar lífverur og ábyrgð vísindamannaárið 1988. Erindi frá báðum hliðum fluttar. Uppfærði þekkingu mína lítillega í fyrra sumar.

Matti - 15/04/10 12:39 #

Ragnar er sérfræðingur og þekkir þetta miklu betur en ég. Ég var að stilla honum upp á móti mér en ekki þér.

Morten, þú snýrð öllu á haus með kröfu þinni um að bestu rökum andstæðinga erfðrabreyttra matvæla sér svarað ef þú bendir ekki á hver þessi "bestu rök" eru.

Morten Lange - 15/04/10 14:49 #

Það er einmitt þörf fyrir að snúa umræðu sem er keyrt föst í skotgröfum á haus, ef menn eru í raun og veru að leitast eftir að nálgast einhvern sannleika, frekar en að verja málstað eða fordóma.

Ég benti á rökin sem mér finnst (í einlægni) bestu rökin á móti mínum málstað. Sem sagt á spjallinu.

Ef menn eru ekki til í að hlusta og virkilega ræða málin heldur vera í skotgröfunum, hver er þá tilgangurinn með demba inn rökum ? Jú, reyndar, til þess að fólk sem er ekki fast í skotgröfunum getur fræðst. T.d. um að málið hafi fleiri hliðar, og að ágætis rök séu etv til fyrir hitt sjónarmiðið.

Skal reyna að toppa gæðunum sem fyrir er þarna í spjallþræðinum, þó að ég hafi eiginlega ekki tíma til þess að standa í þessu...

Matti - 15/04/10 15:03 #

Ég benti á rökin sem mér finnst (í einlægni) bestu rökin á móti mínum málstað. Sem sagt á spjallinu.

Mér þykir þú einfaldlega snúa þessu á haus. Þú mótmælir, hér og á spjallinu, því sem þessi blaðamaður segir.

Dæmið sem hann tekur um genabreytt matvæli er mjög illa valið. Mér er skapi næst að segja að hann viti hreinlega ekki hvað hann sé að tala um þarna. Hann hefur ekki leitað uppi bestu rökin á móti því sem hann er greinilega mjög sannfærður um.

Þarna finnst mér það þitt hlutverk að benda á rangar fullyrðingar hans með rökum, ekki okkar að leita uppi það sem þér finnst vera vitlaust.

Rökræður virka nefnilega best þegar fólk segir það sem því finnst :-)

Morten Lange - 15/04/10 19:09 #

Það er að sjálfsögðu eitthvað til í þessu hjá þér, Matti.

En allt of mörg dæmi eru um það að rökræður þróast hratt í kappræður og skítkast, ef fólk sé ekki til í að sjá báðar hlíðar (eða fleiri) á málinu, og í ofanálag finnst það "þurfi" að verja málstað. Ég sé skýr dæmi um það hjá blaðamanninum, Michael Specter, og hjá vel flestum sem hafa tekið til máls á spjallinu í kjölfarið. Og þannig finnst mér rökræður þar sem menn gera þetta "á gamla mátann" furðu oft þróast. Gamla Ísland mundu kannski sumir segja, en þetta er náttúrulega nokkuð algengt í fullt af löndum.

En ég reikni ekki með að halda umræðuna hér til streitu. Takk fyrir mig :-)

Annars er ég búinn að bæta inn linka í efni með mótrökum gegn "hraðri" framþróun og ekki síst notkun á genabreyttum matvælum ofl á spjallinu.