Örvitinn

Mjólkinni bjargað

Hefði ekki verið einfaldara og ódýrara (og öruggara) að greiða bændunum fyrir mjólkina og hella henni í stað þess að fara út í svona aðgerðir?

Komu mjólk yfir gömlu brúna

Þrír stórir mjólkurbílar fóru yfir gömlu brúnna á Markarfljóti klukkan hálf tíu í morgun og eru byrjaðir að safna mjólk af bæjum fyrir austan fljótið. Hún verður svo selflutt á léttum bíl vestur yfir brúnna.

Er einhver skortur á mjólk í landinu?

Ýmislegt
Athugasemdir

svansson.net - 16/04/10 14:44 #

öhm - þetta hljómar reyndar hvorki flókið né sérstaklega dýrt (eða hættulegt).

Það hefur ekki verið offramboð af mjólk lengi, og á árunum 2007-2008 var mjólkurskortur vandamál þar sem bændur höfðu ekki getað aukið framleiðslu nægilega mikið til að mæta aukinni eftirspurn vegna skyrdrykkja. (Kýr eru jú ekki framleiddar á færiböndum).

Eyjafjallasveitir eru bestu búsvæðin á Íslandi, flest bú í byggð og mestallt kúabú. Þorvaldseyri er eitt stærsta kúabú á landinu. Ég yrði ekki hissa þó Mjólkurbú Flóamanna fengi 5% eða meira af sinni mjólk þarna - sem er áreiðanlega nógu mikið til að það lenti í vandræðum ef það yrði af þessari mjólk.

Sumsé non-issue held ég. ;)

Matti - 16/04/10 16:01 #

Mér sýnist á fréttinni að þetta hafi verið töluvert umstang. En jæja, ekki vil ég krýsu í mjólkurbransanum :-)