Örvitinn

Siðferðisálitsgjafinn og hinir ríku í samfélaginu

Ýmsir stíga nú fram og tjá sig um ástandið og áltisgjafarnir virðast stundum enga fortíð eiga. Einn þeirra sem mikið tjáir sig um siðferðismál þessa dagana er viðskiptasiðfræðingurinn og guðfræðingurinn Stefán Einar Stefánsson.

Í janúar 2007 stofnuðu Ólafur Ólafsson í Samskip og eiginkona hans Ingibjörg Kristjánsdóttir sjóð í tilefni afmælis Ólafs, en afmæli það varð frægt af endenum því Elton John mætti á svæðið. Stefán Einar skrifaði pistil um þessi fyrirmyndarhjón og sagði meðal annars.

Á síðustu árum hefur mikið verið rætt um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja og það er mikilvæg umræða sem mikilvægt er að haldist virk. Þá þarf að kortleggja þá stöðu sem uppi er í íslensku viðskiptalífi í þessum efnum, með hvaða hætti fyrirtæki skilgreina samfélagslega stöðu sína og ábyrgð. Minna hefur verið rætt um hina samfélagslegu ábyrgð einstaklinga og með hvaða hætti fólk leggur til samfélagsins. Öfund hefur oft á tíðum ráðið umræðunni um hina ríku í samfélaginu og þá gleymist oft hversu miklar skattgreiðslur hinir hæstlaunuðu inna af hendi í langflestum tilvikum, til samfélagsins og framgangs þess í heild.

Fyrra blogg Stefáns Einars hvarf alveg af netinu enda innihaldið stundum ögrandi - mikið langar mig t.d. að lesa greinina "Egill Helgason missir vitið" sem Stefán Einar skrifaði í mars árið 2003 eða pistilinn "Heill þér Davíð" sem hlýtur að hafa verið merkilegur. Sennilega styttist í að þetta blogg hverfi líka,

Ýmislegt
Athugasemdir

Matti - 19/04/10 00:20 #

Kínverjar, þessir morðóðu, ógeðslegu kommúnistar ættu að skammast sín fyrir að opna á sér munninn á stundu sem þessar

Veröldin var einfaldari í mars 2003.

Matti - 19/04/10 13:57 #

Hvað varðar spurningu Kristjönu Björnsdóttur þá er því til að svara að kristinfræðikennsla hlýtur að vera grundvallandi í baráttunni gegn myrkrinu, hið minnsta í augum kristinna manna. Að því leyti skiptir miklu máli að kristinfræðikennsla sé efld og það er trú mín að hún ein geti leitt margt það fólk út úr myrkri vonleysis og eyðingar sem nú virðist búa í þeim undirheimum.

Það hefur enginn verði að tala um að skera niður aðrar námsgreinar á kostnað kristinfræðikennslu. Það er einfaldlega verið að benda á mikilvægi þess að námsskrá sé framfylgt og vandað mjög til þeirrar kennslu sem boðið er upp á í þeim kennslustundum sem helgaðar eru kristinfræðinni.

Þær raddir sem heyrast hér og reyna með einhverjum hætti að halda því fram að hér búi ekki kristin þjóð eru hjákátlegar og ekki svara verðar. Íslenska þjóðin er helguð Kristi Jesú og verður það meðan landið er byggt. # (athugasemd 22).

Getum við vinsamlegast reynt að finna einhvern annan álitsgjafa í siðferðismálum. Helst einhvern sem hægt er að taka mark á.

Einar Örn - 19/04/10 14:19 #

"Íslenska þjóðin er helguð Kristi Jesú og verður það meðan landið er byggt."

Jahá.

Matti - 19/04/10 14:41 #

Jamm, það er varla hægt að deila um þetta :-)

Annars finnst mér þetta magnað hjá AMX.

Matti - 19/04/10 15:33 #

Þetta skrifaði Stefán Einar víst á blogg sitt árið 2003.

Það hrökk víst ekki ofan í mig þegar ég heyrði ályktun Varðar, fulltrúarráðsins hér í Reykjavík, ekki í ljósi þess að bróðir Bolla Thoroddsen situr í því og einnig í ljósi þess að Deiglumenn hafa legið í fulltrúaráðinu síðustu vikur, vælandi einsog fórnarlömb kynferðisofbeldis. #

Einar K. - 19/04/10 17:03 #

Þessi gagnrýni hjá AMX á Silju á alveg rétt á sér, líkt og sú sem þú setur fram hér. Til öðlast aukinn trúverðugleika mættu þeir gjarnan vitna í þetta blogg þitt hér um Smjörkúkinn. ;)

Það er þó lítil von til þess enda fyrirbærið kyrfilega innmúrað!

Eyja - 19/04/10 18:11 #

Gagnrýnin á Silju ætti kannski rétt á sér ef eitthvað af því sem þarna er sagt um hana væri satt. Eftir því sem ég best sá var sagan um að hún hefði gengið í hús með atkvæðaseðla og/eða beitt nemendur sína einhverjum þrýstingi uppspuni sem varð til á athugasemdakerfi Eyjunnar. Silja Bára gaf skýringu á málinu hér: http://siljabara.eyjan.is/2010/02/syndajatning-i-moldviri.html (í stuttu máli, hún fór hvorki eitt né annað með atkvæðaseðla en hringdi nokkur símtöl eins og tíðkast þegar um prófkjör er að ræða, þar af eitt í einn fyrrverandi nemanda sinn). Ég veit ekki til þess að neitt hafi komið fram sem hefur rýrt trúverðugleika þess sem þarna kemur fram hjá Silju. En kjaftasögur vilja halda áfram að lifa óháð því hversu oft þær eru bornar til baka.

Matti - 19/04/10 18:14 #

Já, það er æskilegt að gagnrýni byggi á staðreyndum.

Ég bíð spenntur eftir að AMX fjalli um Stefán Einar :-)