Örvitinn

Æskulýðssjóður og trúfélög

Ansi þykir mér stór hluti af styrkjum Æskulýðssjóðs fara til kristinna félaga. Á listanum eru meðal annars:

Er þetta eðlilegt? Væri ekki nær að hið opinbera hætti að útdeila skattpeningum til trúfélaga eftir krókaleiðum, fá þau ekki nóg fyrir? Þjóðkirkjan og KFUM/K fá hellings pening í allskonar styrkjum en alltaf er hægt að dæla meira fé í þessa aðila sem stunda kristniboð.

Þess má geta að þeir sem reka sjálfstæðar sumarbúðir (ekki kristilegar) mega ekki sækja um styrki úr þessum sjóði.

Ég legg til að Ísland fullorðnist og við aðskiljum ríki og kirkju. Fólki á að vera frjálst að iðka hvaða trú sem er eða enga og ríkið á ekki að hafa neitt með það að gera.

pólitík
Athugasemdir

Einar Einars - 19/04/10 14:32 #

Virkilega ógeðfellt. Vægast sagt.

Síðan geta t.d sumarbúðir sem eru ekki kristilegar ekki einusinni sótt um. Á meðan kristilegar sumarbúðir eins og KFUM og K. fá tugmilljóna styrki á hverju ári.

Maður gæti ælt!

Björn Friðgeir - 19/04/10 14:45 #

Ekki gleyma að skátarnir eru kristið félag líka. 800þúsund af 1500 þúsund fara til kristinna félaga.

Matti - 19/04/10 14:48 #

Ég held að kristileg tenging skátafélaganna hér á landi sé frekar lítil þó skátarnir séu vissulega kristileg félög að nafninu til.

Matti - 19/04/10 14:52 #

Þetta finnst mér aftur á móti grátbroslegt.

  • KFUM og KFUK á Íslandi, Fjáröflunarleiðir félagssamtaka, námskeið, 50.000

KFUM og KFUK hafa ekki átt erfitt með að fá fjármagn hingað til.

Jón Yngvi - 19/04/10 14:55 #

Skátahreyfingin er ekki kristileg, ég man eftir að hafa hitt gyðinga, múslima, búddista og fólk af fleiri trúarbrögðum á Jamboree í gamla daga.
Í Bandaríkjunum skilst mér á hinn bóginn að skátarnir hafi verið kristnaðir á undanförnum árum eins og fleira.

En þessi úthlutun er auðvitað rugl.

Halldór E. - 19/04/10 14:59 #

Hér er um að ræða styrki til æskulýðsstarfs frjálsra félagasamtaka. Það geta ÖLL frjáls félagasamtök sótt um styrki í sjóðinn. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir að fyrirtæki sæki um.

Þannig eru einu sumarbúðirnar sem fá styrk úr sjóðnum á þessu ári EKKI kristilegar.

Það er auðvelt að reiðast yfir alskonar hlutum. Það má e.t.v. færa rök fyrir því að þessi sjóður eigi ekki að vera til. Það má halda því fram að hann eigi ekki að vera bundinn við frjáls félagasamtök heldur ættu fyrirtæki að hafa aðgang að honum. Það má færa rök fyrir því að "bara sum" frjáls félagasamtök ættu að hafa aðgang að þessum sjóði. Og svona gæti ég haldið áfram, En hvert er vandamálið Matti.

Er það vandamál að sjóðurinn sé til?

Er það vandamál að fyrirtæki mega ekki sækja um?

Er það vandamál að öll frjáls félagasamtök sem standa að starfi með börnum og unglingum hafa aðgang að honum?

Jón Yngvi - 19/04/10 15:04 #

Þessi sjóður er raunar einkennilega samansettur. Skv. lögum og reglugerð skipar ráðherra fimm fulltrúa í stjórn skv. tilnefningum "æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka". Hvergi kemur á hinn bóginn fram hvaða samtök þetta eru.

Matti - 19/04/10 15:09 #

Halldór, vandamálið er að ríkissjóður styrkir kristileg félög, lastu ekki lokaorðin?

Fyrirtæki eða félög! Tveir aðilar reka sumarbúðir, annar má sækja um styrki (og fær væntanlega alltaf), hinn má ekki sækja um.

Jón Yngvi - 19/04/10 15:11 #

Vandamálið er að stór hluti af mjög takmörkuðum fjármunum þessa sjóðs skuli fara í að styrkja Þjóðkirkjuna í gegnum Æskulýðssamband hennar. Það lítur líka mjög einkennilega út hversu stór hluti styrkjanna fer í kristilegt starf.

En það er auðvitað ómögulegt að meta það af fullri sanngirni nema hafa einhverja hugmynd um hverjir sóttu um styrki.

Halldór E. - 19/04/10 15:35 #

Jón Yngvi, það er rétt að hlutfall styrkja til kristilegra félagasamtaka virðist fremur hátt. Ég ætla að halda því fram hér segja að ástæða þess sé einfaldlega að fá félagasamtök utan trúarlega geirans bjóða upp á starf fyrir börn og unglinga sem felst ekki í íþróttaiðkun.

Ein ástæða þess að ekki er um auðugan garð að gresja þegar kemur að frjálsum félagasamtökum utan trúarlega geirans er gífurlega sterkt æskulýðsstarf á vegum bæjarfélaga um land allt, sem hefur dregið úr þörf fyrir félagasamtök sem bjóða upp á slíkt.

Sveinn Þórhallsson - 20/04/10 09:43 #

Skátahreyfingin á Íslandi er ekki kristileg hreyfing, nema þá eingöngu að nafninu til.

Sveinn Þórhallsson, skáti og trúleysingi.