Örvitinn

Eru kindur heimskar?

En rollur eru ekki heimskar, þær eru bara dæmalaust sjálfhverfar og agalausar, það er fátt sem reynir meira á þolinmæðina en að reka fé af fjalli, stjórnlaust hleypur það undan manni og getur jafnvel fremur valið að steypast fram af bjargbrún en að fylgja vegi smalans. En það orsakast ekki af heimsku heldur sjálfskaðandi þrjósku og vantrú. #

Er Hildur Eir að reyna að senda einhver skilaboð?

kristni
Athugasemdir

Stefán Pálsson - 23/04/10 10:41 #

Annar vinkill á þessa heimssýn Hildar Eirar gæti verið sá að benda á að hagsmunir sauðkindarinnar og smalans þurfa ekki endilega að vera hinir sömu.

Smalinn hefur það markmið í lífinu að halda utan um rolluhópinn, svipta kindurnar svo afkvæmum sínum og breyta þeim í kótilettur.

Nákvæmlega hvers vegna það teljist sjálfskaðandi þrjóskuhegðun hjá kindunum að taka ekki þátt í þeim leik er frekar óljóst.

Matti - 23/04/10 10:45 #

Afar góður punktur.

Siggi Örn - 23/04/10 13:52 #

Einstaklega góður punktur.

Kristín Kristjánsdóttir - 23/04/10 15:23 #

Sem sveitastúlka og fyrrum kindasmali þá get ég vitnað um það að kindur eru hvorki sérstaklega heimskar né dæmalaust sjálfhverfar og agalausar.

Ef smalinn hins vegar er algerlega vanhæfur (t.d. sjálfhverfur og agalaus) þá endar smalamennska yfirleitt ekki vel.

Ef þó ógnar skepnunum með hói og gargi á bakvið þær þá hafa þær ca. 180 gráðu svigrúm til að velja sér leið undan látunum, það hefur ekkert með stjórnleysi skepnanna að gera heldur heimsku smalans að sjá ekki veruleika þeirra.

Smali sem rekur fé fram af hömrum leggur sig klárlega ekki fram um að hafa þekkingu á eða skilja sína sauði og að ætla sér svo að kenna skelfdum skepnunum um eigið vanhæfi finnst mér sjálfhverfa á nokkuð háu stigi.

Í upphafi smalamennsku minnar þá man ég eftir tilviki sem kenndi mér mikið. Ég var að eltast við ær með tvö lömb sem ég þurfti að koma út úr stóru girtu beitarhólfi og inn í fjárhús sem stóð 500 metra frá. Ég hljóp á eftir þeim í dágóða stund og alltaf hlupu þær einfaldlega undan mér, í hverja þá átt sem þeim datt í hug. Að lokum gafst ég upp á hlaupunum, þær þá í algerlega öfugum enda beitarhólfsins við mig. Þegar þarna var komið sögu þá góndu þær stíft á mig, alveg jafn móðar og ég og lítið sáttar með þessi tilgangslausu hlaup og þennan móðusjúka smala.

Eftir smá störu einvígi þá benti ég orða- og hólaust í átt að hliðinu sem var búið að standa opið allan tímann en það var í fjarhorninu við stöðu mína á því augnabliki. Þær horfðu í áttina sem ég benti, aftur á mig og svo aftur á hliðaropið. Eftir bara andartaks umhugsun þá röltu þær út um hliðið og beina leið inn í fjárhúsin á meðan ég stóð einfaldlega og horfði á.

Það er ekki sjálfhverfa að hlaupa undan ógn en það er sjálfhverfa að ætlast til þess að sauðirnir þóknist þér ef þú bara gargar nógu hátt á þá, eða í þessu tilfelli kallar þá dæmalaust sjálfhverfar og agalausar rollur!

Jóhannes Proppé - 23/04/10 17:10 #

Þýðir þetta að ég get fengið kirkjuna til að kaupa handa mér hund til að smala mér?

Rebekka - 23/04/10 21:15 #

Hildur Eir misskilur sauðkindina illilega, nema hún sé að misnota málleysingjana til að gera hentuga myndlíkingu. Virðist sem það hafi ekki búið neinir kindaaðdáendur á hennar bæ :P

Már - 24/04/10 11:07 #

Ég sé Facebook grúppu í uppsiglingu...