Örvitinn

Biskupinn bullar

Það eru svosem ekki fréttir að biskupinn bulli en Hjalti bendir á að síðast þegar biskupinn bullaði sleppti hann því sem ekki hentar úr Biblíunni. Þetta er reyndar afskaplega algeng aðferð hjá prestum og guðfræðingum. Það sem ekki hentar fær ekki að vera með, jafnvel þó það sé kjarni málsins.

kristni vísanir
Athugasemdir

Carlos - 28/04/10 12:05 #

Innlitskvitt.

Áhugaverð fyrirsögn (en fyrirsjáanleg) en krýptískt meginmál.

Kjarni málsins (sem biskup sleppti) ættu semsé að vera formælingarnar aftur úr bronsöld sem fylgja því að brjóta boð biblíunnar?

Ég bara spyr.

Matti - 28/04/10 12:09 #

Ég sagði reyndar ekki að biskupinn hefði sleppt kjarna málsins heldur því sem ekki hentaði. Aftur á móti virðast fræðimenn í guðfræðideilda HÍ komast upp með að sleppa kjarna málsins þegar þeir vitna í texta.

Og já, fyrirsjáanlegur er ég - það er minn stærsti kostur!

Mummi - 28/04/10 12:26 #

Þegar svona vinnubrögð eru kennd við Háskóla Íslands þá bendir fátt til að við séum að fara að sjá minna af þessu í framtíðinni hjá blessuðum guðfræðingunum.

Hjalti Rúnar Ómarsson - 28/04/10 13:32 #

Kjarni málsins (sem biskup sleppti) ættu semsé að vera formælingarnar aftur úr bronsöld sem fylgja því að brjóta boð biblíunnar?

Það sem mér fannst nú merkilegast var að hann skyldi hafa sleppt þessu:

Eða hefur nokkur guð reynt að sækja sér þjóð frá annarri þjóð með máttarverkum, táknum og undrum og með stríði, sterkri hendi og útréttum armi og miklum skelfingum eins og Drottinn, Guð ykkar, gerði fyrir augum ykkar í Egyptalandi?

Þetta eru ekki formælingar fyrir að fylgja ekki úreltum siðaboðskap, heldur guð kristinna manna að montast yfir því að hafa notað stríð og skelfingar.

Málið er að Karl getur ekki viðurkennt eða þorir ekki að viðurkenna að í þessum sögum öllum er guðinn hans illur.