Örvitinn

Séra Geir Waage hittir naglann á höfuðið

Geir Waage

Geir Waage, sóknarprestur í Reykholti, lagði fram gagntillögu á fundinum þar sem hann lagði til að ef hún yrði samþykkt afsali prestar sér vígsluvaldi. Ef prestar segðu sig frá vígsluvaldinu þýddi það að þeir færu ekki lengur með hið lögformlega vígsluhlutverk. Fólk þyrfti þá að formlega að gifta sig, t.d. hjá fógeta, en gæti eftir sem áður notið blessunar í kirkju óskaði það þess. #

Auðvitað er þetta málið. Þetta höfum við alltaf sagt.

kristni
Athugasemdir

Henrý Þór - 29/04/10 19:46 #

Já, ég fór í giftingu hjá frönskum vini mínum. Þar fer fólk prúðbúið í ráðhúsið (le mairie) og lætur gefa sig saman (skrifar undir einhverja pappíra, mjög skemmtileg frönsk bjúrókrasía). Eftir þá athöfn fer fólk til kirkju og hlýtur blessun, og síðan er það bara fyllirísgleðskapur á eftir svipað og hér. Mér fannst ekkert af þessu draga úr gildi hjónavígslunnar, og er ég þó ekki yfirlýstur trúleysingi.

Eini vandinn var að ráðhúsið, sem var tígulegt og fallegt hús, gerði ekki ráð fyrir öllum þessum fjölda sem kom til að fylgjast með og mynda veisluna, svo það var biðröð úr bæjarstjórnarsalnum niður stiga og út á plan, en það var nú svosem bara krúttlegt þegar brúðhjónin gengu niður stigann við lófaklapp alla leið út í bíl.

Vandinn er kannski að ráðhús hér á Íslandi, og þá sérstaklega út á landi, eru mjög lítilfjörlegar skrifstofubyggingar með engri aðstöðu.

Sigurlaug - 29/04/10 19:59 #

Það er nákvæmlega sama fyrirkomulagið í Belgíu varðandi hjónavígslur. Var viðstödd brúðkaup þar einu sinni. Þá fór bara nánasta fjölskylda með í ráðhúsið, en allir boðsgestir mættu í kirkjuna og svo náttúrulega brúðkaupsveisluna að sjálfsögðu.

Hvað varðar aðstöðu, þá hafa sýslumenn, sérstaklega út á landi verið afskaplega liðlegir með að koma eiginlega hvert sem er og framkvæma gjörninginn.