Örvitinn

Er munur á samkynhneigðum og dýrum!

Alltaf þegar umræðan um hjónabönd samkynhneigðra fer í gang koma "snillingar" með svona athugasemdir.

hommar_hlutir_og_dyr.png

Hvað er hægt að segja við svona fólk? Nei, það gilda ekki sömu rök. Alls ekki. Langt því frá.

Ýmislegt
Athugasemdir

Siggeir - 29/04/10 23:43 #

It's a slippery slope...

Rebekka - 30/04/10 08:41 #

Fallegt af fólki að líkja samkynhneigðum við dýr eðe hluti...

Daníel - 30/04/10 09:22 #

Tja, á að vera að svara svona fólki?

Kirkjan er stofnun með sín eigin lög og reglur, og núna vilja menn breyta þeim. Kirkjan á bara að segja nei, og þá geta þeir sem vilja fá sínu framfylgt einfaldlega stofnað sína eigin kirkju og gefa skít í þessa gömlu....

Fríkirkjan hefur verið að gifta samkynhneigða t.d.

Hvaða árátta er þetta að vera að reyna að troða sér upp á þá sem að vilja ekkert með menn hafa? Bara gefa skít í þá og skrá sig í Fríkirkjuna t.d. ef að menn vilja endilega vera í kirkju.

Matti - 30/04/10 09:26 #

Að sjálfsögðu eiga þeir sem eru ekki sammála ríkiskirkjunni í þessu máli að vera löngu búnir að skrá sig úr henni. En málið snýst jú líka um að ríkiskirkjan hefur komið í veg fyrir að lög séu sett sem heimila öðrum trúfélögum að gifta samkynhneigða.

Fríkirkjan hefur því ekki verið að "gifta" samkynhneigða, fólk hefur þurft að leita til sýslumanns til að þess. Aftur á móti hefur fríkirkjan blessað hjónaband þeirra.

Lögin sem ríkiskirkjan hefur stoppað (og getað orðið að lögum fyrir fjórum eða fimm árum) hefðu einmitt heimilað Fríkirkjunni að gifta samkynhneigð pör - en þá hefði ríkiskirkjan neyðst til að taka afstöðu og það vilja þau ekki.

Einfaldasta lausnin er sú að eingin trúfélög hafi heimild til að gifta fólk, það sé gert hjá sýslumanni. Trúfélög megi svo blessa það sem þeim hentar.

Snæbjörn Guðmundsson - 30/04/10 10:50 #

Það eina sem mér finnst vera að því að taka heimildina til giftingar af trúfélögum er að þá geta prestar ríkiskirkjunnar ríghaldið áfram í sína æðislega skemmtilegu fordóma gagnvart samkynhneigðum (=fólki sem er ekki eins og þeir). Það var t.a.m. augljóslega hugsunin hjá Geir Waage, að ef það á að leyfa samkynhneigðum að gifta sig á annað borð þá væri alla vega þægilegt fyrir hann að heimildin til giftingar yrði einfaldlega tekin af honum, þá þyrfti hann ekki að velta fyrir sér eða horfa upp á giftingar fólks af sama kyni í kirkjunni sinni. Með því að taka réttinn til að gifta af honum, væri örugglega búið að „afhelga“ hjónabandið að e-u leyti í hans huga, en á móti kæmi að þá fengi hann frið frá frjálslyndi og umburðarlyndi með sína fordóma og fornaldarhugsun og ætli það skipti hann ekki bara meira máli heldur en hitt. Mér finnst einfaldlega ekki boðlegt að trúfélög landsins fái þann frið, og síst af öllu ríkiskirkjan, sem við öll neyðumst til að borga undir. Þeir prestar þjóðkirkjunnar, sem geta ekki unað því að samkynhneigðir öðlist sömu mannréttindi og þeir, eiga alls ekki að fá að vera í friði með þá skoðun sína. Ef prestar vilja vera í ríkiskirkjunni þá eiga þeir ekki að fá að gera upp á milli fólks vegna kynhneigðar, þessir fordómafyllstu geta þá bara klofið sig úr kirkjunni eða hunskast í annað trúfélag.

Einar - 30/04/10 13:37 #

Mér finnst stórmerkilegt að hópur einstaklinga (hluti prestastéttarinnar) reynir að takmarka réttindi samkynhneigðra og nota til þess rök úr nokkurra alda gamalli skáldsögu, semsagt nota texta úr biblíunni til að réttlæta fordóma sína.

Stórmerkilegt að horfa upp á þetta.

Daníel - 30/04/10 14:12 #

Kirkjan hefur auðvitað sín ákveðnu lög og reglur, sem þeir eiga að fylgja sem ákveða að ganga í klúbbinn. Þeirra lög segja að kyn"villingar" séu að syndga, og að sú hegðun sé ekki rétt.

Fínt, þeir trúa þessu og vilja hafa þetta svona. En hvað með það? Það eru til kvennklúbbar hérna sem banna að karlmenn séu meðlimir, og það virða allir, who gives a shit?

Er það ekki það sama?

Afhverju eru menn að hlusta á það sem að þessir aðilar segja?

Sökin er frekar ríkissins, afhverju breyta þeir ekki lögunum þannig að önnur trúfélög geti gert það sem þau vilja, og þá geta allir verið ánægðir, samkynhneigðir geta meira að segja verið með eigin kirkju þar sem að bannað verður að gifta gagnkynhneigða!!

Krefjumst breytinga af ríkinu, gleymiði gömlu köllunum í kirkjunni

Rebekka - 01/05/10 07:07 #

Mér finnst að fyrst þjóðkirkjan er sameinuð ríkinu, þá eigi hún líka að fara eftir þeim lögum sem ríkið setur. Það þýðir ekki að sjúga pening af allri þjóðinni og fordæma um leið hluta hennar. Ef hún getur ekki hlítt lögum ríkisins, þá má hún gjöra svo vel að fara af spenanum. Mér líst vel á hugmyndina að taka vígsluvöldin af prestunum, og prestar blessi aðeins hjónaband þeirra sem óska þess, en gefi enga saman.