Örvitinn

Eyjan notar ljósmynd frá mér án leyfis

Eyjan.is fjallar um ríkiskirkjuna og samkynhneigða. Ég fagna fréttinni eins og allri umræðu um þetta rugl ríkiskirkjunnar.

Ljósmyndin með fréttinni er kunnugleg enda tók ég hana alveg sjálfur - ég man ekki eftir að hafa gefið Eyjunni leyfi til að nota myndina. Á flickr er hún merkt "all rights reserved" og í exif upplýsingum myndarinnar sem eyjan notar kemur fram að ég tók myndina.

Á síðunni með fréttinni eru fimm auglýsingar frá fjórum aðilum. Ég tel sennilegt að þeir aðilar hafi greytt fyrir birtingu þeirra auglýsinga. Eyjan er semsagt ekki góðgerðastarfssemi eða áhugamannavefur.

Ég nenni ekki að reyna að rukka fyrir notkun á myndinni, það mun ekkert ganga. Fjölmiðlar virðast lítið þannig á að þeim sé heimilt að taka það sem þeir vilja af netinu. Hugsanlega munu þeir skipta um mynd eða taka hana út og líta á að málið sé afgreitt þannig - eða einfaldlega láta eins og ekkert hafi í skorist.

eyjan stelur mynd

ps. Svona notar maður myndir af netinu, finnur myndir með cc leyfi eða öðru sem hentar og vísar á eiganda myndar.

pps. Hvenær ætlar eyjan að uppfæra blogglistann?

ppps. Þetta er ansi flott mynd!

fjölmiðlar
Athugasemdir

Skorrdal - 30/04/10 14:23 #

Mjög táknræn mynd - það næðir um þá orðið, hvort sem er úti eða inni...

Matti - 30/04/10 14:37 #

Eyjan skipti um mynd. Ekki orð um mig, ekki afsökunarbeiðni eða nokkuð annað.

Eggert - 30/04/10 14:51 #

Tengir myndin kannski kirkjuna og samkynhneigð? Hvert horfa t.d. viðfangsefnin?

Matti - 30/04/10 14:57 #

Það er reyndar ekki nóg með að Eyjan hafi skipt um mynd heldur eyddu þau líka athugasemd þar sem Erna M. vísaði á þessa bloggfærslu og spurði hvort það væri rétt að Eyjan hefði stolið myndinni.

Erna Magnúsdóttir - 30/04/10 15:55 #

Djö! Gat verið að þau hafi eytt athugasemdinni! Þau hafa enga blygðunarkennd. Fannst bara ekki hægt annað en að ýta við þeim fyrst þú ákvaðst að láta málið kyrrt liggja. Góðu vinnubrögðin!

Matti - 30/04/10 17:27 #

Mér hefur borist tölvupóstur frá ritstjóra Eyjunnar þar sem hann biðst velvirðingar á því að hafa notað mynd frá mér.

Skorrdal - 01/05/10 03:18 #

Samskipti þín við Eyjuna eru hinn skemmtilegasta framhaldssmásaga! :D Thíhíhí

Halli - 01/05/10 10:56 #

Það er ekki í lagi með stjórnendur þessa miðils, Eyjunnar.

Grefill - 01/05/10 16:58 #

Takk fyrir að vekja athygli á þessu.

Þeir sem hafa tekjur af vefum sínum þurfa að sjálfsögðu að afla tilkilinna leyfa fyrir notkun mynda - og eiga bæði að vita það OG vita hvert þeir þurfa að snúa sér í því sambandi, það gefur augaleið.

Hins vegar eru þeir líka margir, óbreytir síðueigendur sem ná sér bara í myndefni á Netinu og vita hreint og beint ekki hvort og þá hvernig þeir eiga að fá leyfi.

Þar sem þú, Matti, virðist þekja vel til í þessu, gætirðu þá vísað mér (og vonandi fleirum) á eitthvað skjal eða skrif á íslensku þar sem útskýrt er fyrir okkur, hinum almenna netnotanda, hvaða reglur gilda um þetta, hvenær má nota myndir án gjalds og hvenær ekki og hvert maður á að leita til að fá leyfi.

Valdimar - 01/05/10 18:44 #

Er þetta ekki frekar einfalt? Ef (c) eða "copyrighted" stendur á myndinni eða við hana, þá þarf að biðja um leyfi eða kaupa myndina. Ef (cc) stendur, þarf að athuga hvaða (cc) leyfi það er og hlýta svo reglum þess leyfis. Ef ekkert stendur er öruggast að nota hana ekki, því maður gæti verið að nota mynd án leyfis. Ekki satt?

Lélegt af Eyjunni að nota myndina og fela það svo að þeir hafi gert mistök. Vel má vera að einhver nýliði hafi fundið myndina og ekkert pælt í því, en að eyða athugasemdum frekar en að biðjast einfaldlega forláts er lélegt.

Einar Jón - 02/05/10 02:49 #

Það er svolítið skondið að í færslunni sem "Svona notar maður myndir af netinu" vísar í er linkurinn á ljósmyndarann vitlaus...

Matti - 02/05/10 09:55 #

Fjandakornið :-) En flickr nafn ljósmyndarans var a.m.k. rétt og myndin er með cc leyfi. Búinn að laga linkinn.

Sindri G - 02/05/10 17:37 #

Merkilegt að al-jazeera skuli vinna svona. Tölvupósturinn með afsökunarbeiðni er þó betra en ekkert.