Örvitinn

Kolla ballerína

Kolla í balletFórum á sýningu hjá Klassíska listdansskólanum í kvöld þar sem Kolla dansaði.

Ég hélt aftur af mér í myndatökunum í þetta skipti, tók bara myndir af Kollu en sleppti því að smella af í öðrum atriðum. Hafði móral yfir að skemma sýninguna fyrir áhorfendum með stöðugum myndavélasmellum en reyndar voru aðrir á fullu að taka myndir allan tímann, sumir með flassi!

Ég veit ekki hvað það eru mörg sæti í stóra salnum í Borgarleikhúsinu en mér fannst skondið að ég kannast við berfætta byltingarmanninn sem sat í næsta sæti.

Skelltum okkur á American Style eftir ballet, ég fékk mér salat!!! (já, þrjú upphrópunarmerki)

fjölskyldan
Athugasemdir

Kristinn - 04/05/10 11:06 #

Íslenskukvabb:

"..sem sat hliðina á mér."

Einkennilegt þetta brottfall á "við" og "á" sem er að verða svo algengt í þessu samhengi.

Við hlið mér, við hliðina á mér - verður hlið mér? hliðina mér?

Matti - 04/05/10 11:10 #

Já, þetta var glatað íslenskukvabb - hvernig nennirðu þessu? ;-)

Sirrý - 04/05/10 22:34 #

Flottar myndir af henni, tekur sig ekkert smá vel út þarna á sviðinu.

Hvað gerðist með sallatið, ákvaðstu að fara í átak fyrir hugsanlega sumarbústaðarferð ??

Matti - 04/05/10 22:36 #

Það var vigtun í vinnunni í morgun ;-)